Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skúrir víða um land og milt veður, en úrkomulaust að kalla norðanlands. Hiti verður á bilinu tvö til átta stig.
„Áfram allhvasst við suðuströndina á morgun, en kólnar í veðri. Dáliltar skúrir eða él víða um land, en bjartviðri norðvestan til.
Norðaustlægari vindar á miðvikudag og hvessir talsvert suðaustan til. Lítilsháttar slydda eða snjókoma norðan og austan til, en léttskýjað í öðrum landshlutum og fremur svalt í veðri.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Austlæg átt, 5-13 m/s, en 13-18 syðst. Dálitlar skúrir eða él, en léttir til um landið vestanvert. Kólnandi veður, hiti kringum frostmark síðdegis.
Á miðvikudag: Norðaustan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, hvassast við suðausturströndin, en úrkomulítið á vestantil. Hiti kringum frostmark, en hlýnar um kvöldið og dálítil rigningu austast.
Á fimmtudag: Austan- og norðaustanstrekkingur eða allhvasst, rigning víða um land og milt veður.
Á föstudag: Ákveðin austan- og norðaustanátt með talsverðri rigningu um landið austanvert, en úrkomuminna annars staðar. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag: Útlit fyrir suðaustan- og austanáttir með mildu og vætusömu veðri.