Ísland dróst gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á HM Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 13:02 Steinunn Björnsdóttir er lykilleikmaður í íslenska liðinu. Vísir/Hulda Margrét Nú rétt í þessu var dregið í umspil Evrópuþjóða fyrir heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Ísland dróst gegn Ungverjalandi en umspilsleikirnir fara fram í apríl á næsta ári. Ísland tryggði sér sæti í umspilinu eftir tvo sigra á Ísrael í byrjun mánaðarins. Ísland var í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag og því vitað að andstæðingar þess yrði þjóð sem fyrirfram er talin sterkari á pappírunum. Andstæðingar Íslands verða Ungverjaland sem komst í milliriðil á Evrópumótinu sem lýkur með úrslitaleik í Slóveníu á morgun. Ungverska liðið var í riðli með Noregi, Króatíu og Sviss og komust upp úr þeim riðli með tvö stig eftir að hafa unnið Sviss en tapað fyrir Króatíu og með tíu marka mun gegn Noregi. Í milliriðlinum vann Ungverjaland einn leik, gegn heimakonum í Slóveníu, og endaði því í neðsta sæti síns milliriðils. Fyrri leikur Íslands og Ungverjalands verður leikinn 7. eða 8.apríl á næsta ári og sá síðari 11. eða 12.apríl. Ísland hefur einu sinni náð sæti á lokakeppni heimsmeistaramótsins. Það var árið 2011 þar sem Ísland lenti í 4.sæti í sínum riðli en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn Rússum. Þá hefur Ísland tekið þátt í tveimur lokakeppnum Evrópumótsins, árin 2010 og 2012. Í bæð skiptin tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og komst ekki áfram í milliriðla. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Umspilið verður krefjandi en skemmtilegt og við ætlum að nýta tímann vel“ Ísland vann Ísrael 24-33 og tryggði sér þáttöku í umspili um laust sæti á HM 2023. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn og þessar tvær vikur sem landsliðið hefur verið saman og leikið fjóra leiki. 6. nóvember 2022 17:05 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti í umspilinu eftir tvo sigra á Ísrael í byrjun mánaðarins. Ísland var í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag og því vitað að andstæðingar þess yrði þjóð sem fyrirfram er talin sterkari á pappírunum. Andstæðingar Íslands verða Ungverjaland sem komst í milliriðil á Evrópumótinu sem lýkur með úrslitaleik í Slóveníu á morgun. Ungverska liðið var í riðli með Noregi, Króatíu og Sviss og komust upp úr þeim riðli með tvö stig eftir að hafa unnið Sviss en tapað fyrir Króatíu og með tíu marka mun gegn Noregi. Í milliriðlinum vann Ungverjaland einn leik, gegn heimakonum í Slóveníu, og endaði því í neðsta sæti síns milliriðils. Fyrri leikur Íslands og Ungverjalands verður leikinn 7. eða 8.apríl á næsta ári og sá síðari 11. eða 12.apríl. Ísland hefur einu sinni náð sæti á lokakeppni heimsmeistaramótsins. Það var árið 2011 þar sem Ísland lenti í 4.sæti í sínum riðli en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn Rússum. Þá hefur Ísland tekið þátt í tveimur lokakeppnum Evrópumótsins, árin 2010 og 2012. Í bæð skiptin tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og komst ekki áfram í milliriðla.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Umspilið verður krefjandi en skemmtilegt og við ætlum að nýta tímann vel“ Ísland vann Ísrael 24-33 og tryggði sér þáttöku í umspili um laust sæti á HM 2023. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn og þessar tvær vikur sem landsliðið hefur verið saman og leikið fjóra leiki. 6. nóvember 2022 17:05 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
„Umspilið verður krefjandi en skemmtilegt og við ætlum að nýta tímann vel“ Ísland vann Ísrael 24-33 og tryggði sér þáttöku í umspili um laust sæti á HM 2023. Arnar Pétursson, þjálfari Íslands, var ánægður með sigurinn og þessar tvær vikur sem landsliðið hefur verið saman og leikið fjóra leiki. 6. nóvember 2022 17:05