Segir Saka tilbúinn í að taka vítaspyrnu á nýjan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 12:31 Ítalir sjást hér fagna Evrópumeistaratitlinum á síðasta ári eftir að Saka mistókst að skora úr síðustu spyrnu Englendinga í vítaspyrnukeppninni. Vísir/Getty Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, segir að Bukayo Saka sé tilbúinn að stíga fram og taka vítaspyrnu á heimsmeistaramótinu í Katar. Saka klikkaði á síðustu spyrnu Englands í úrslitaleiknum gegn Ítalíu á Evrópumótinu á síðasta ári. Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar. HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira
Englendingar komust alla leið í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu á síðasta ári en töpuðu í vítaspyrnukeppni fyrir Ítölum í úrslitaleik. Englendingar hafa ekki átt sérstöku gengi að fagna í vítaspyrnukeppnum á stórmótum. Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, klikkaði á síðustu spyrnu Englands en hann, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem einnig klikkaðu á punktinum í leiknum, máttu þola mikið hatur á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Aaron Ramsdale er í landsliðshópi Englendinga í Katar og á blaðamannafundi í dag sagði hann að Saka, sem er liðsfélagi Ramsdale hjá Arsenal, sé tilbúinn að taka spyrnu ef til hans verði leitað. „Ég held að hann viti að þetta var bara eitthvað sem kom fyrir hann. Hann mun ekki skorast undan því hann er ekki þannig gerður einstaklingur. Hann þekkir tilfinninguna núna og vonandi skorar hann næst þegar hann stígur fram,“ sagði Ramsdale á blaðamannafundi í Katar í morgun. Saka er búinn að skora úr öllum vítaspyrnum sínum fyrir Arsenal síðan hann klikkaði á Wembley, meðal annars í stórleikjum gegn Chelsea, Manchester United og Liverpool. Saka hefur verið frábær hjá Arsenal á tímabilinu en liðið hefur komið mörgum á óvart og er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Hann er yndislegur strákur, hann gefur sér tíma með öllum og leggur einstaklega hart að sér í hverri viku. Hann missir nánast aldrei af æfingu og hefur notað gagnrýnina og ástina sem hann fékk frá fólki til að bæta sig.“ „Ekki gleyma að hann var með mikla pressu á sér innan félagsins á síðasta ári, hann og Emile Smith Rowe voru okkar aðal leikmenn og hann afgreiddi það og allt annað. Hann er að dafna vel og ég eekki beðið eftir að fylgjast með honum hér,“ sagði Ramsdale og bætti við að enginn vafi léki á því að Saka væri sterkari karakter eftir vítaspyrnuklúðrið, bæði innan og utan vallar.
HM 2022 í Katar Enski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn