Elliði um yngri bróður sinn: Hann verður enn hataðri en ég eftir nokkur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2022 08:30 Elliði Snær Viðarsson og bræður hans Arnór Viðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Samsett/Getty&S2 Sport Elliði Snær Viðarsson er kominn langt í handboltanum, orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur nýverið framlengt samning sinn við þýska Bundesligu liðið VfL Gummersbach. Hann er hins vegar ekki eini handboltamaðurinn í fjölskyldunni. Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Elliði Snær kemur frá Vestmannaeyjum eins og flestir vita en hann lék með meistaraflokki ÍBV frá því að hann var sautján ára gamall allt þar til hann samdi við þýska liðið haustið 2020. Þar samt enn nóg af Viðarssonum í ÍBV liðinu en nú spila tveir yngri bræður Elliða með liðinu í Olís deild karla. Þetta eru hinn tvítugi Arnór Viðarsson og hinn sautján ára gamli Ívar Bessi Viðarsson. Elliði Snær ræddi þessa tvo bræður sína í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur en hún spurði hann út í ÍBV liðið í dag. Missir ekki af leik með bræðrum sínum „Ég á tvo bræður þarna sem eru að spila. Ég missi því ekki af leik nema ef að ég sé að keppa sjálfur,“ sagði Elliði Snær Viðarsson. „Ég tala við þá eftir hvern einasta leik og það er ótrúlega gaman að fylgjast með þeim. Ég horfi líka á flest alla aðra leiki í deildinni,“ sagði Elliði Snær. „Á kvöldin hefur Sóldís engan aðgang að sjónvarpinu því ég horfi bara á allar íþróttir sem eru í gangi,“ sagði Elliði. Klippa: Elliði Snær um bræður sína í ÍBV Eru ekki sami maðurinn Arnór Viðarsson tók risaskref í ÍBV liðinu þegar leið á síðasta tímabil og heldur áfram núna. Hvernig leikmaður er hann að mati Elliða og er hann ekki ólíkur honum sem leikmaður? „Við erum ekki sami maðurinn. Ég fékk genin frá mömmu og hann fékk genin frá pabba. Hann þarf bara að horfa á lóðin og þá tútnar hann út. Hann er rosalega sterkur og sterkur varnarlega. Hann er að fá stærra hlutverk í sókninni núna á síðasta tímabili og aftur á þessu tímabili,“ sagði Elliði. „Ef hann heldur áfram að vaxa svona þá á hann rosa góða framtíð fyrir sér. Hann stefnir bara út á næstu árum,“ sagði Elliði. Verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu Svo er það Ívar Bessi Viðarsson eða ÍBV ef nafnið hans er skammstafað. Hann þykir líkari Elliða sem leikmaður en er hann það? „Já hann er svipaður leikmaður og ég. Við fáum alla vega saman hlutverk varnarlega til að byrja með, fyrir framan í vörninni. Fyrir utan það að hann er miklu stærri og lengri en ég. Hann verður væntanlega miklu betri en ég í þessari stöðu,“ sagði Elliði. „Þegar hann er búinn að nýta sinn tíma þarna fyrir framan þá geri ég ráð fyrir því að hann verði enn þá hataðri en ég í þessari stöðu eftir nokkur ár,“ sagði Elliði. Hafði svolítið gaman af því að vera leiðinlegur Var Elliði hataður? „Ég var alla vega ekki í uppáhaldi hjá mörgum. Það var sérstaklega þegar ég fór í yngri landsliðin þá töluðu þeir um að þetta væri ekkert rosa gaman. Ég hafði líka svolítið gaman af því að vera leiðinlegur,“ sagði Elliði. Elliði er einstaklega rólegur utan vallar en hataður innan vallar. „Þetta er oft svona. Mér líkaði ekkert vel við Ými [Örn Gíslason, landsliðslínumaður] fyrst áður en ég kynntist honum. Hann er svona svipuð týpa og ég innan vallar. Svona fauti sem vill berjast. Þegar maður kynnist honum þá er hann algjört yndi líka. Ég hefði ekki þorað að trúa því þegar ég var að keppa við hann fyrst,“ sagði Elliði. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Næsti leikur ÍBV er á móti Haukum á Ásvöllum á morgun. leikurinn hefst klukkan 17.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti