„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2022 18:01 Neville segir að Cristiano Ronaldo eigi ekki afurkvæmt hjá Manchester United. Vísir/Getty Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“ Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo hefur verið aðalumræðuefnið hjá knattspyrnuáhugamönnum síðustu daga. Þar sagði Ronaldo að Neville og Wayne Rooney vissu ekki hvað gengi á á æfingasvæði United og að það væri auðvelt að gagnrýna þegar þeir vissu ekki alla söguna. „Þeir eru ekki vinir mínir, þeir eru samstarfsfélagar. Við spiluðum saman en við munum ekki borða kvöldmat saman. Þetta er hluti af mínu ferðlagi, þeir halda áfram að gagnrýna mig á neikvæðan hátt. Ég get haldið áfram og ég þarf að halda í við þá sem kunna vel við mig,“ sagði Ronaldo um fyrrum liðsfélaga sína hjá United. Nú hefur Gary Neville sjálfur tjáð sig um gagnrýni Ronaldo í viðtali við Skysports. Hann segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og telur að Portúgalinn hafi viljað hafa það þannig. „Hann hefði ekki farið í þetta viðtal ef hann hefði viljað eiga afturkvæmt. Hann vissi að það yrðu til fyrirsagnir og þetta hljóta að vera endalokin á ferli hans hjá Manchester United.“ „Ég er búinn að hugsa út í hvað United er að gera því raunveruleikinn er sá að þeir vita að þeir þurfa að rifta samningi Cristiano. Annars verður þetta fordæmi fyrir aðra leikmenn að gagnrýna félagið eins og þeim sýnist.“ Neville segist sammála hluta af gagnrýni Ronaldo og er á því að margir stuðningsmanna séu það líka. „Raunveruleikinn er hins vegar sá að ef þú ert starfsmaður hjá fyrirtæki og segir svona hluti þá þarf vinnuveitandinn að rifta samningi og Manchester United þarf að gera það á næstu dögum.“ Segir að Ten Hag hafi gert frábærlega hjá United Hvað varðar orð Ronaldo um að Neville væri á móti honum segir Gary Neville að það sé ekki satt. „Ég tek þátt í leik þar sem gagnrýni er algeng, það veit ég og skil og fæ sjálfur gagnrýni til baka. Ég elska alla mína fyrrum liðsfélaga, líka Cristiano. Ég hef ekkert á móti Ronaldo, langt í frá. Ég gæti ekki dáð hann meira, ég gæti ekki borið meiri virðingu fyrir honum. Hann er besti leikmaður sem ég hef séð og hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef spilað með.“ „Ég sá ummæli Cristiano og tek gagnrýni. Ég myndi taka í höndina á honum ef ég hitti hann, kannski tekur hann ekki á móti minni. Ég tek þetta ekki með mér í framtíðina.“ Gary Neville getting aired by Cristiano Ronaldo... pic.twitter.com/UpKAmNjw1v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 30, 2022 Í viðtali Ronaldo við Piers Morgan gagnrýndi hann einnig Erik Ten Hag, knattspyrnustjóra United, og segist ekki bera neina virðingu fyrir honum því hann beri ekki virðingu fyrir sér. Neville segir að Ten Hag hafi staðið sig virkilega vel á fyrstu mánuðum sínum í starfi. „Mér finnst Erik Ten Hag hafa afgreitt frábærlega mjög erfiða fyrstu sex mánuði hjá United. Ég held að hann hefði ekki getað gert neitt öðruvísi.“ „Cristiano Ronaldo er risastór leikmaður, risastór karakter og með mjög mikla útbreiðslu. Ten Hag hefur verið í erfiðri stöðu því ef hann réðist persónulega gegn honum, þá myndi hann líklega ekki vinna.“ Neville segir að hinn hollenski Erik Ten Hag hafi gert vel á erfiðum sex mánuðum hjá United.Vísir/Getty Ten Hag hefur trekk í trekk skilið Ronaldo eftir á bekk United liðsins og Portúgalinn hefur fengið mjög takmarkaðann spiltíma á þessu tímabili. Neville segir að menn hefðu átt að setjast niður og ræða málin. „Ronaldo, Ten Hag, stjórnarmenn, yfirmaður knattspyrnumála og eigendur hefðu átt að setjast niður og segja: Við berum ekki virðingu fyrir hvor öðrum, við kunnum ekki við hvorn annan og við viljum ekki að þetta haldi áfram. Endum þetta almennilega.“ „Þeir gerðu það ekki, það var engin fyrirbyggjandi forysta. Þeir hafa ýtt þessu á undan sér og haldið að þetta yrði í lagi en það virkar ekki þannig í knattspyrnu, hvað þá þegar þú ert að eiga við svona stóran karakter. Ronaldo mun ekki samþykkja slíkt.“
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti