Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2022 21:31 Maður heldur bolta á lofti í Doha í Katar í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst þar í næstu viku. Vísir/EPA Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í. Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) um að fá Persaflóasmáríkinu mótið var afar umdeild en fulltrúum í framkvæmdastjórn sambandsins var mútað í stórum stíl. Þá hafa þúsundir verkamanna sem reistu leikvangana í Katar látið lífið og mannréttindi eru fótum troðin, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og fjölmiðlafrelsi. Nú segir franska persónuverndarstofnunin CNIL að hún ráðleggi þeim sem ætla að ferðast til Katar að hafa aðeins með sér einnota snjallsíma eða gamlan síma sem er búið að hreinsa af gögnum. Þá ættu ferðalangar ekki að taka neinar myndir á síma sína sem gætu strítt gegn ströngum siðgæðislögum sem gilda í Katar. Sérstaklega ættu ferðalangar að passa upp á myndir, myndbönd eða annað sem gæti komið þeim í klandur. Netöryggissérfræðingar hafa bent á að tvö snjallforrit sem katörsk yfirvöld skylda HM-gesti til þess að ná sér í, eitt opinbert forrit mótsins og annað rakningarapp vegna kórónuveirufaraldursins, virki í raun sem njósnaforrit, að sögn Politico. CNIL segir að þeir sem eigi ekki kost á að dauðhreinsa síma sína fyrir ferðalagið ættu aðeins að ná í forritin rétt fyrir brottför og eyða þeim um leið og þeir snúa aftur heim. Þeir ættu einnig að forðast að nota þjónustu sem krefst þess að þeir auðkenni sig, hafa sterk lykilorð og hafa síma alltaf á sér. Fleiri hafa lýst áhyggjum af öryggi katörsku snjallforritanna, þar á meðal þýska utanríkisráðuneytið. Það segist nú kanna forritin ásamt persónuverndaryfirvöldum þar í landi. HM 2022 í Katar Frakkland Persónuvernd Tækni Katar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hefst á sunnudag. Ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) um að fá Persaflóasmáríkinu mótið var afar umdeild en fulltrúum í framkvæmdastjórn sambandsins var mútað í stórum stíl. Þá hafa þúsundir verkamanna sem reistu leikvangana í Katar látið lífið og mannréttindi eru fótum troðin, þar á meðal réttindi hinsegin fólks og fjölmiðlafrelsi. Nú segir franska persónuverndarstofnunin CNIL að hún ráðleggi þeim sem ætla að ferðast til Katar að hafa aðeins með sér einnota snjallsíma eða gamlan síma sem er búið að hreinsa af gögnum. Þá ættu ferðalangar ekki að taka neinar myndir á síma sína sem gætu strítt gegn ströngum siðgæðislögum sem gilda í Katar. Sérstaklega ættu ferðalangar að passa upp á myndir, myndbönd eða annað sem gæti komið þeim í klandur. Netöryggissérfræðingar hafa bent á að tvö snjallforrit sem katörsk yfirvöld skylda HM-gesti til þess að ná sér í, eitt opinbert forrit mótsins og annað rakningarapp vegna kórónuveirufaraldursins, virki í raun sem njósnaforrit, að sögn Politico. CNIL segir að þeir sem eigi ekki kost á að dauðhreinsa síma sína fyrir ferðalagið ættu aðeins að ná í forritin rétt fyrir brottför og eyða þeim um leið og þeir snúa aftur heim. Þeir ættu einnig að forðast að nota þjónustu sem krefst þess að þeir auðkenni sig, hafa sterk lykilorð og hafa síma alltaf á sér. Fleiri hafa lýst áhyggjum af öryggi katörsku snjallforritanna, þar á meðal þýska utanríkisráðuneytið. Það segist nú kanna forritin ásamt persónuverndaryfirvöldum þar í landi.
HM 2022 í Katar Frakkland Persónuvernd Tækni Katar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira