Segir ekkert benda til árásar Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 16. nóvember 2022 11:54 Andrzej Duda, forseti Póllands. EPA/PAWEL SUPERNAK Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn. Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn.
Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira