Segir ekkert benda til árásar Samúel Karl Ólason og Heimir Már Pétursson skrifa 16. nóvember 2022 11:54 Andrzej Duda, forseti Póllands. EPA/PAWEL SUPERNAK Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn. Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Umrætt flugskeyti, sem er af gerðinni S-300 og er hannað á tímum Sovétríkjanna til að skjóta niður eldflaugar og orrustuþotur, var væntanlega notað til að reyna að skjóta niður eina af um hundrað stýriflaugum sem Rússar skutu á skotmörk í Úkraínu í gær og rataði af leið. Í fyrstu var talið að um rússneska stýriflaug hefði verið að ræða. Leiðtogar G-20 ríkjanna funda nú á Balí í Indónesíu og ræddu margir þeirra við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í síma í morgun. Þeirra á meðal Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands sem eins og aðrir af 19 leiðtogum ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu og fordæmdu ólöglega innrás Rússa. En Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sækir leiðtogafundinn fyrir hönd Rússa. Leiðtogar NATO G-7 ríkjanna komu saman á Balí í morgun til að ræða stöðuna í Úkraínu. Biden sagði árásir Rússa yfirdrifnar og Sunak sagði ljóst að ekkert af þessu hefði gerst án innrásar Rússa. „Þetta er hinn grimmi raunveruleiki áframhaldandi stríðs Pútíns. Á meðan það varir ógnar það öryggi okkar og bandamanna okkar og heldur áfram að valda gríðarlegu tjóni á efnahag heimsins,“ sagði Rishi Sunak í morgun. Firra sig af ábyrgð Ráðamenn í Rússlandi segjast enga ábyrgð bera á atvikinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að viðbrögðin við atvikun væru til marks um áróður gegn Rússlandi. Steve Rosenberg, blaðamaður BBC, bendir á að Peskóv hafi verið spurður út í það að ef Rússar hefðu ekki skotið þessum mikla fjölda stýriflauga á Úkraínu hefði loftvarnaflauginni ekki verið skotið á loft og hvort það bendi ekki til þess að Rússar beri ábyrgð á slysinu. „Nei, Rússland hefur ekkert með það að gera,“ sagði Peskóv samkvæmt Rosenberg. Kremlin comments on Poland missile hit:Peskov: We witnessed another hysterical anti-Russian reaction.BBC: If there hadn t been Russian strikes on Ukraine, there would have been no Poland incident. Isn't Russia to blame?Peskov: No Russia has nothing to do with that.— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) November 16, 2022 Í yfirlýsingu frá Varnarmálaráðuneyti Rússlands sem birt var í morgun var því haldið fram að engum stýriflaugum hefði verið skotið á Kænugarð í gær. Þess í stað hafi loftvarnaflaugar Úkraínumanna fallið til jarðar og valdið tjóni þar. Sérstaklega eru nefnd loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá bakhjörlum sínum. Rússar færa þó engar sannanir fyrir þessum trúverðugum staðhæfingum. Árásir Rússa í gær voru meðal þeirra umfangsmestu frá því innrás þeirra hófst í febrúar og leiddu til rafmagnsleysis víða í Úkraínu. Í kænugarði voru stýriflaugar sagðar hafa hæft þrjú íbúðarhús og dó minnst einn.
Pólland Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira