Eden Hazard um Real vonbrigðin: Mér þykir þetta svo leiðinlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:31 Eden Hazard er fyrirliði belgíska landsliðsins en hér sést hann fagna með Axel Witsel. Getty/Bradley Collyer Belginn Eden Hazard hefur verið eins stórt flopp hjá spænska stórliðinu Real Madrid og þau gerast í fótboltanum. Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira