Fjöldatakmarkanir á ívilnunum vegna vistvænna bifreiða felldar niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 07:03 Afnámi „kvótans“ er meðal annars ætlað að tryggja fyrirsjáanleika. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp þar sem meðal annars er kveðið á um að fjöldatakmörk virðisaukaskattsívilnunar vegna innflutnings og sölu rafmagns- og vetnisbifreiða verði felld niður. Ívilnunin gildir út árið 2023 en ljóst er að 20.000 bifreiða fjöldamörkunum verður náð um mitt næsta ár. „Í stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum frá júlí sl. segir að forgangsraða þurfi áherslum og fjármagni í þær aðgerðir sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og færa Ísland markvisst í átt að settum markmiðum. Samkvæmt skýrslunni liggja mest tækifæri í orkuskiptum í samgöngum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir einnig að stjórnvöld séu með það í skoðun hvernig stuðningi þeirra vegna orkuskipta í samgöngumálum verði háttað en sérstök athygli vakin á því að þróunin hjá bílaleigum og í þungaflutningum hafi verið nokkuð hægari en í rafvæðingu fólksbifreiða í eigu einstaklinga. „Það er mikil eftirspurn eftir kaupum á rafbíl en bið eftir slíkum bíl er töluvert löng af sumum tegundum og hefur ástandið í heiminum bæði aukið bið og hækkað verð tímabundið. Þannig að þetta auðvitað aðstoðar við það að fólk geti tekið þessa ákvörðun í meiri ró. Við sáum fram á að kvótinn myndi klárast í júní á næsta ári,“ hefur Morgunblaðið eftir Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hún segir mikilvægt að tryggja innflytjendum svigrúm og fyrirsjáanleika þar sem pantanir þurfi að liggja fyrir með margra mánaða fyrirvara. Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Ívilnunin gildir út árið 2023 en ljóst er að 20.000 bifreiða fjöldamörkunum verður náð um mitt næsta ár. „Í stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum frá júlí sl. segir að forgangsraða þurfi áherslum og fjármagni í þær aðgerðir sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og færa Ísland markvisst í átt að settum markmiðum. Samkvæmt skýrslunni liggja mest tækifæri í orkuskiptum í samgöngum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir einnig að stjórnvöld séu með það í skoðun hvernig stuðningi þeirra vegna orkuskipta í samgöngumálum verði háttað en sérstök athygli vakin á því að þróunin hjá bílaleigum og í þungaflutningum hafi verið nokkuð hægari en í rafvæðingu fólksbifreiða í eigu einstaklinga. „Það er mikil eftirspurn eftir kaupum á rafbíl en bið eftir slíkum bíl er töluvert löng af sumum tegundum og hefur ástandið í heiminum bæði aukið bið og hækkað verð tímabundið. Þannig að þetta auðvitað aðstoðar við það að fólk geti tekið þessa ákvörðun í meiri ró. Við sáum fram á að kvótinn myndi klárast í júní á næsta ári,“ hefur Morgunblaðið eftir Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hún segir mikilvægt að tryggja innflytjendum svigrúm og fyrirsjáanleika þar sem pantanir þurfi að liggja fyrir með margra mánaða fyrirvara.
Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira