Þessi leigubílstjóri bjargaði lífi mínu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 06:00 Leigubílstjóri hafði mikil áhrif á atburðarrásina þessa nótt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm „Klukkan var fjögur um nótt. Leigubílstjórinn keyrði mig og ég hugsaði fyrst og fremst um að fara einhvert þar sem ég gæti farið að sofa.“ Ung kona sem komst út úr ofbeldissambandi sagði frá reynslu sinni í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf sem sýndur var á Stöð 2. Hún fór út af heimilinu allslaus um miðja nótt og „Það fyrsta sem mér datt í hug var hótel.“ Henni var synjað á þremur hótelum í miðborginni. „Ég var með áverka og það sást alveg.“ Það var þá sem leigubílstjórinn stakk upp á því að hún færi í Kvennaathvarfið í Reykjavík. Hún segir að það hafi bjargað sér að kynnast starfsemi athvarfsins. „Þegar maður er á þessum stað, er maður svo brotinn að maður hefur ekki kraftinn í að sækja sér aðstoðina. Það má eiginlega segja að þessi leigubílstjóri hafi bjargað mér.“ Þó að kona slíti sambandinu við einstaklinginn sem beitir hana ofbeldi, þá er óttinn og ógnin oft enn til staðar. Margar konur sem vildu stíga fram og segja sína sögu í þættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf, gátu það ekki af ótta við viðbrögð gerandans. Nokkrar reynslusögurnar sem sýndar voru í þættinum voru nafnlausar af sömu ástæðu. Viðtalið við konuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Öll kyn geta orðið fyrir ofbeldi og öll kyn geta beitt ofbeldi. En í þessum þætti var eingöngu talað um ofbeldi gegn konum, þar sem verið er að safna fyrir nýju Kvennaathvarfi. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og hér á Vísi og söfnunarnúmerin eru enn opin. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700 Heimilisofbeldi Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Leigubílar Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Ung kona sem komst út úr ofbeldissambandi sagði frá reynslu sinni í söfnunarþættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf sem sýndur var á Stöð 2. Hún fór út af heimilinu allslaus um miðja nótt og „Það fyrsta sem mér datt í hug var hótel.“ Henni var synjað á þremur hótelum í miðborginni. „Ég var með áverka og það sást alveg.“ Það var þá sem leigubílstjórinn stakk upp á því að hún færi í Kvennaathvarfið í Reykjavík. Hún segir að það hafi bjargað sér að kynnast starfsemi athvarfsins. „Þegar maður er á þessum stað, er maður svo brotinn að maður hefur ekki kraftinn í að sækja sér aðstoðina. Það má eiginlega segja að þessi leigubílstjóri hafi bjargað mér.“ Þó að kona slíti sambandinu við einstaklinginn sem beitir hana ofbeldi, þá er óttinn og ógnin oft enn til staðar. Margar konur sem vildu stíga fram og segja sína sögu í þættinum Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf, gátu það ekki af ótta við viðbrögð gerandans. Nokkrar reynslusögurnar sem sýndar voru í þættinum voru nafnlausar af sömu ástæðu. Viðtalið við konuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Öll kyn geta orðið fyrir ofbeldi og öll kyn geta beitt ofbeldi. En í þessum þætti var eingöngu talað um ofbeldi gegn konum, þar sem verið er að safna fyrir nýju Kvennaathvarfi. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og hér á Vísi og söfnunarnúmerin eru enn opin. Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarnúmerin eru opin til 30. nóvember og má sjá hér fyrir neðan: 907-1010- 1.000 krónur 907-1030 -3.000 krónur 907-1050-5.000 krónur Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Heimilisofbeldi Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf Leigubílar Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira