Telja göngubann ekki samræmast lögum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 11:49 Gylfi Arnbjörnsson er formaður stjórnar Útivistar. Ferðafélagið Útivist telur bann við göngu upp Kirkjufell samræmist ekki lögum um almannarétt. Ekki sé hægt að setja ferðir óvanra göngumanna undir sama hatt og ferðir skipulagðra hópa sem búa að mikilli þekkingu. Í síðustu viku tilkynntu landeigendur við Kirkjufell við Grundarfjörð að allar göngur á fjallið yrðu bannaðar þar til um miðjan júní. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að ferðamaður lést er hann var á göngu á fjallinu fyrir tæpum mánuði síðan. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður,“ segir í yfirlýsingu sem landeigendurnir sendu frá sér. Stjórn ferðafélagsins Útivist er sammála um að draga þurfi úr slysahættu á fjallinu og segja það vera skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Stjórnin telur þó bannið ekki vera í samræmi við lög um almannarétt. Þá sé mikill munur á skipulögðum göngum hópa og ferðum óvanra göngumanna sem ekki þekkja aðstæður. „Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks,“ segir í ályktun stjórnar Útivistar um bannið. Stjórnin telur mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli. Til dæmis sé hægt að setja upp upplýsingaskilti um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum slóðum. Hér fyrir neðan má lesa ályktun stjórnarinnar í heild sinni. Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum. Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00 Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Í síðustu viku tilkynntu landeigendur við Kirkjufell við Grundarfjörð að allar göngur á fjallið yrðu bannaðar þar til um miðjan júní. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar þess að ferðamaður lést er hann var á göngu á fjallinu fyrir tæpum mánuði síðan. „Í samtölum, einkum við erlent ferðafólk, höfum við orðið vör við að fólk skynjar ekki hætturnar og ákveður, þrátt fyrir viðvaranir, að ganga á fjallið illa búið og við hættulegar aðstæður,“ segir í yfirlýsingu sem landeigendurnir sendu frá sér. Stjórn ferðafélagsins Útivist er sammála um að draga þurfi úr slysahættu á fjallinu og segja það vera skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða. Stjórnin telur þó bannið ekki vera í samræmi við lög um almannarétt. Þá sé mikill munur á skipulögðum göngum hópa og ferðum óvanra göngumanna sem ekki þekkja aðstæður. „Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks,“ segir í ályktun stjórnar Útivistar um bannið. Stjórnin telur mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli. Til dæmis sé hægt að setja upp upplýsingaskilti um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum slóðum. Hér fyrir neðan má lesa ályktun stjórnarinnar í heild sinni. Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum.
Nú nýverið tóku eigendur lands við Kirkjufell hjá Grundarfirði ákvörðun um að banna gönguferðir á fjallið í vetur eða allt þar til varptíma lýkur næsta vor. Þetta er gert í ljósi mikillar slysahættu á fjallinu og þeirra dauðaslysa sem þar hafa orðið á síðustu árum. Áhyggjur af slysahættu á fjallinu eru skiljanlegar. Vaxandi umferð af óvönum og illa búnum göngumönnum hefur haft hörmulegar afleiðingar á undanförnum árum eins og fram kemur í tilkynningu landeiganda. Jafnframt hafa björgunaraðilar þurft að setja sig í mjög erfiðar aðstæður í kjölfar þessara slysa. Fram hjá þessu verður ekki litið og því skiljanlegt að nærsamfélag Kirkjufells hafi talið nauðsynlegt að grípa til einhverra aðgerða. Engu að síður telur stjórn Útivistar rétt að minna á almannaréttinn sem fjallað er um í IV kafla náttúruverndarlaga. Bann landeiganda við göngu á fjallið er ekki í samræmi við lög um almannarétt. Jafnframt bendir stjórnin á að ekki er hægt að setja undir sama hatt gönguferðir óvanra illa búna göngumanna, sem ekki þekkja aðstæður, og ferðir skipulagða hópa sem sem búa að mikilli þekkingu til að tryggja öryggi og meta aðstæður. Ferðafélagið Útivist hefur staðið fyrir ferðum á Kirkjufell og þá ávallt staðið þannig að málum að öryggi sé tryggt sem best. Stjórn Útivistar ítrekar skilning sinn á þeim aðgerðum sem landeigendur hafa gripið til í ljósi sérstakra aðstæðna, en telur að sama skapi ekki ástæða til að takmarka aðgengi velbúinna og þjálfaðra gönguhópa og áréttar að það er ekki hlutverk landeiganda að meta hættu á gönguleiðum í náttúrunni, né heldur að þeir beri ábyrgð á öryggi göngufólks. Í þessu ljósi telur stjórn Útivistar mikilvægt að tíminn framundan verði nýttur til að finna aðrar og heppilegri leiðir til að draga úr slysum og dauðsföllum á Kirkjufelli, m.a með uppsetningu upplýsingaskilta um þær hættur sem kunna að leynast á fjölsóttum stöðum.
Grundarfjörður Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Tengdar fréttir „Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00 Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Þrjú banaslys á fjórum árum, það er bara of mikið“ Landeigendur hafa bannað göngur á Kirkjufell við Grundarfjörð fram á næsta sumar. Þrjú banaslys á fjórum árum sé ekki ásættanlegt og því þurfi að bregðast við. 8. nóvember 2022 21:00
Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. 8. nóvember 2022 17:56
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15