Bræður spila fyrir sitt hvora þjóðina á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 14:31 Bræðurnir Inaki Williams og Nico Williams fagna saman marki með Athletic Bilbao liðinu. Getty/Fran Santiago Williams bræðurnir eru samherjar hjá Athletic Bilbao en þeir spila ekki fyrir sama landslið á heimsmeistaramótinu í Katar. Bæði Inaki og Nico Williams komust í HM-hópa þjóðanna sinna en þetta kom í ljós þegar þau voru tilkynnt á dögunum. Hinn 28 ára gamli Inaki Williams er í hópnum hjá Gana en hinn tvítugi Nico Williams er í landsliðshópi Spánar. Hér fyrir neðan sjást þeir saman með HM-bikarinn og í búningum þjóða sinna. Por los viejos. Qatar, allá vamos. pic.twitter.com/Uu32tNbh1w— IÑAKI WILLIAMS (@Williaaams45) November 14, 2022 Báðir eru þeir fæddir í Bilbao í Baskalöndum á Spáni en foreldrar þeirra eru flóttamenn frá Gana. Þau komust til Spánar með því að fara yfir Sahara eyðimörkin á fótum og með því að hoppa yfir landamæragirðinguna í Metilla. Inaki hefur spilað með Athletic Bilbao frá árinu 2014 og hefur ekki misst úr leik undanfarin sextán ár. Inaki spilaði einn landsleik fyrir Spán árið 2016 en tók þá ákvörðun í ár að spila fyrir Gana. Nico er átta árum yngri en hefur spilað með Athletic Bilbao frá 2021. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri í spænska landsliðinu á þessu ári og var valinn í HM-hópinn. Spánn er í E-riðli með Þýskalandi. Japan og Kosta Ríka. Gana er í H-riðli með Portúgal, Suður Kóreu og Úrúgvæ. Vinni Spánn og Gana sinn riðil og svo sinn leik í sextán liða úrslitum þá myndu liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar en það myndi einnig gerast ef bæði liðin yrðu í öðru sæti sinna riðla. Iñaki Williams Nico WilliamsBrothers set to battle for different countries at the 2022 World Cup #3Sports #Qatar2022onMG pic.twitter.com/5QIVDFSP1f— #3Sports (@3SportsGh) November 14, 2022 Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Bæði Inaki og Nico Williams komust í HM-hópa þjóðanna sinna en þetta kom í ljós þegar þau voru tilkynnt á dögunum. Hinn 28 ára gamli Inaki Williams er í hópnum hjá Gana en hinn tvítugi Nico Williams er í landsliðshópi Spánar. Hér fyrir neðan sjást þeir saman með HM-bikarinn og í búningum þjóða sinna. Por los viejos. Qatar, allá vamos. pic.twitter.com/Uu32tNbh1w— IÑAKI WILLIAMS (@Williaaams45) November 14, 2022 Báðir eru þeir fæddir í Bilbao í Baskalöndum á Spáni en foreldrar þeirra eru flóttamenn frá Gana. Þau komust til Spánar með því að fara yfir Sahara eyðimörkin á fótum og með því að hoppa yfir landamæragirðinguna í Metilla. Inaki hefur spilað með Athletic Bilbao frá árinu 2014 og hefur ekki misst úr leik undanfarin sextán ár. Inaki spilaði einn landsleik fyrir Spán árið 2016 en tók þá ákvörðun í ár að spila fyrir Gana. Nico er átta árum yngri en hefur spilað með Athletic Bilbao frá 2021. Hann fékk sitt fyrsta tækifæri í spænska landsliðinu á þessu ári og var valinn í HM-hópinn. Spánn er í E-riðli með Þýskalandi. Japan og Kosta Ríka. Gana er í H-riðli með Portúgal, Suður Kóreu og Úrúgvæ. Vinni Spánn og Gana sinn riðil og svo sinn leik í sextán liða úrslitum þá myndu liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar en það myndi einnig gerast ef bæði liðin yrðu í öðru sæti sinna riðla. Iñaki Williams Nico WilliamsBrothers set to battle for different countries at the 2022 World Cup #3Sports #Qatar2022onMG pic.twitter.com/5QIVDFSP1f— #3Sports (@3SportsGh) November 14, 2022
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira