Ískalt handaband þegar Fernandes og Ronaldo hittust Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2022 08:01 Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo eru liðsfélagar bæði í Portúgal og Manchester United. Getty/David S. Bustamante Viðtalið umtalaða sem Cristiano Ronaldo fór í, þar sem hann setti út á ýmislegt varðandi Manchester United, virðist hafa fallið illa í kramið hjá liðsfélaga hans í United og portúgalska landsliðinu, Bruno Fernandes. Ronaldo og Fernandes hittust í gær þegar portúgalska landsliðið kom saman til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn. Í myndbroti úr beinni útsendingu CNN í Portúgal sést þegar þeir Ronaldo og Fernandes hittast í búningsklefa portúgalska liðsins. Ronaldo, sem er fyrirliði landsliðsins, réttir þar út höndina en Fernandes fer framhjá honum og leggur eitthvað frá sér, áður en hann tekur loks í höndina á Ronaldo sem virðist furðu lostinn. Fernandes segir svo eitthvað áður en hann fer í burtu og snýr sér glottandi við. The moment Cristiano Ronaldo met up with Bruno Fernandes for World Cup duty for Portugal pic.twitter.com/xUGoxEwxNj— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2022 Í viðtalinu sem Ronaldo fór í, við Piers Morgan, sagðist Ronaldo til að mynda ekki bera neina virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að öll umgjörð hjá United væri úrelt og að félagið hefði svikið hann. Liðsfélagar hans og forráðamenn hjá United voru í enskum miðlum sagðir sárir og reiðir vegna viðtalsins, en brot úr viðtalinu fóru að birtast á sunnudagskvöld skömmu eftir sigur United gegn Fulham, í leik sem Ronaldo kvaðst ekki geta mætt í vegna veikinda. Daily Mail segir stuðningsmenn United sannfærða um að Fernandes hafi verið að hundsa Ronaldo þegar þeir hittust í portúgalska búningsklefanum og vitnar í nokkra þeirra. „Maður sér það á andliti Ronaldo. Bruno er sannur liðsmaður og leiðtogi og hann ætlar ekki að leyfa Ronaldo að skíta yfir félagið, stjórann og liðsfélagana án þess að segja hvað honum finnst,“ segir einn. „Eitt annað vandamál varðandi viðtalið við Ronaldo er aðstaðan sem hann setur [Diogo] Dalot og Bruno í. Þetta er svo ónauðsynleg og vandræðaleg staða,“ segir annar. Portúgal leikur í H-riðli á HM og mætir þar Gana í fyrsta leik eftir níu daga, 24. nóvember. Í riðlinum eru einnig Úrúgvæ og Suður-Kórea. Enski boltinn HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Ronaldo og Fernandes hittust í gær þegar portúgalska landsliðið kom saman til undirbúnings fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Katar á sunnudaginn. Í myndbroti úr beinni útsendingu CNN í Portúgal sést þegar þeir Ronaldo og Fernandes hittast í búningsklefa portúgalska liðsins. Ronaldo, sem er fyrirliði landsliðsins, réttir þar út höndina en Fernandes fer framhjá honum og leggur eitthvað frá sér, áður en hann tekur loks í höndina á Ronaldo sem virðist furðu lostinn. Fernandes segir svo eitthvað áður en hann fer í burtu og snýr sér glottandi við. The moment Cristiano Ronaldo met up with Bruno Fernandes for World Cup duty for Portugal pic.twitter.com/xUGoxEwxNj— SPORTbible (@sportbible) November 14, 2022 Í viðtalinu sem Ronaldo fór í, við Piers Morgan, sagðist Ronaldo til að mynda ekki bera neina virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að öll umgjörð hjá United væri úrelt og að félagið hefði svikið hann. Liðsfélagar hans og forráðamenn hjá United voru í enskum miðlum sagðir sárir og reiðir vegna viðtalsins, en brot úr viðtalinu fóru að birtast á sunnudagskvöld skömmu eftir sigur United gegn Fulham, í leik sem Ronaldo kvaðst ekki geta mætt í vegna veikinda. Daily Mail segir stuðningsmenn United sannfærða um að Fernandes hafi verið að hundsa Ronaldo þegar þeir hittust í portúgalska búningsklefanum og vitnar í nokkra þeirra. „Maður sér það á andliti Ronaldo. Bruno er sannur liðsmaður og leiðtogi og hann ætlar ekki að leyfa Ronaldo að skíta yfir félagið, stjórann og liðsfélagana án þess að segja hvað honum finnst,“ segir einn. „Eitt annað vandamál varðandi viðtalið við Ronaldo er aðstaðan sem hann setur [Diogo] Dalot og Bruno í. Þetta er svo ónauðsynleg og vandræðaleg staða,“ segir annar. Portúgal leikur í H-riðli á HM og mætir þar Gana í fyrsta leik eftir níu daga, 24. nóvember. Í riðlinum eru einnig Úrúgvæ og Suður-Kórea.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira