Tæplega tíu þúsund færri en reiknað var með Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. nóvember 2022 10:20 Mannfjöldinn á Íslandi var 359.122 þann 1. janúar 2021, samkvæmt manntali. Vísir/Vilhelm Rétt tæplega tíu þúsund fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá en teljast til mannfjölda hér á landi, miðað við manntal ársins í fyrra. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar þar sem fjallað er um niðurstöður manntalsins 2021, sem tekið er á tíu ára fresti. Þar kemur fram að mannfjöldi á Íslandi var 359.122 á manntalsdegi, þann 1. janúar 2021. Íbúum fjölgaði um 13,8 prósent frá því að manntal var tekið síðast árið 2011. Það vekur athygli að mannfjöldi í manntalinu 2021 er lægri en mannfjöldinn samkvæmt Þjóðskrá og munar þar um tæplega tíu þúsund manns. „Fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá (368.791) en teljast til mannfjölda samkvæmt manntalinu 2021 (359.112). Alls töldust 11.343 ekki til mannfjölda í manntali og 1.674 var bætt við. Mestu munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga,“ segir á vef Hagstofunnar. Er þar vísað í að til að meta þetta misræmi hafi verið stuðst við svokallaða lífsmerkjarannsókn Hagstofunnar. Um er að ræða líkan sem nýtir margvíslegar upplýsingar úr úrtaksrannsóknum Hagstofunnar og opinberum skrám til þess að spá fyrir um þann fjölda sem býr erlendis þrátt fyrir að vera með skráð lögheimili á Íslandi. „Niðurstaðan var sú að 7.701 einstaklingur búi erlendis þrátt fyrir að vera með íslenskt lögheimili í þjóðskrá,“ segir á vef Hagstofunnar en sjá má sundurliðun á útreikningum Hagstofunnar hér að neðan. Í manntalinu koma einnig fram ýmsar aðrar upplýsingar, svo sem að fjölgun var í öllum landshlutum frá 2011 til 2021, mest á Suðurnesjum, 28,2 prósent, og minnst á Norðurlandi vestra, 0,6 prósent. Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar þar sem fjallað er um niðurstöður manntalsins 2021, sem tekið er á tíu ára fresti. Þar kemur fram að mannfjöldi á Íslandi var 359.122 á manntalsdegi, þann 1. janúar 2021. Íbúum fjölgaði um 13,8 prósent frá því að manntal var tekið síðast árið 2011. Það vekur athygli að mannfjöldi í manntalinu 2021 er lægri en mannfjöldinn samkvæmt Þjóðskrá og munar þar um tæplega tíu þúsund manns. „Fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá (368.791) en teljast til mannfjölda samkvæmt manntalinu 2021 (359.112). Alls töldust 11.343 ekki til mannfjölda í manntali og 1.674 var bætt við. Mestu munar um þá sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga,“ segir á vef Hagstofunnar. Er þar vísað í að til að meta þetta misræmi hafi verið stuðst við svokallaða lífsmerkjarannsókn Hagstofunnar. Um er að ræða líkan sem nýtir margvíslegar upplýsingar úr úrtaksrannsóknum Hagstofunnar og opinberum skrám til þess að spá fyrir um þann fjölda sem býr erlendis þrátt fyrir að vera með skráð lögheimili á Íslandi. „Niðurstaðan var sú að 7.701 einstaklingur búi erlendis þrátt fyrir að vera með íslenskt lögheimili í þjóðskrá,“ segir á vef Hagstofunnar en sjá má sundurliðun á útreikningum Hagstofunnar hér að neðan. Í manntalinu koma einnig fram ýmsar aðrar upplýsingar, svo sem að fjölgun var í öllum landshlutum frá 2011 til 2021, mest á Suðurnesjum, 28,2 prósent, og minnst á Norðurlandi vestra, 0,6 prósent.
Efnahagsmál Mannfjöldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira