Ronaldo sagðist vera veikur eftir að hann frétti að hann yrði ekki í byrjunarliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 11:31 Cristiano Ronaldo í leiknum gegn Aston Villa sem var líklega síðasti leikur hans fyrir Manchester United. getty/Stu Forster Eftir að Cristiano Ronaldo fékk að vita að hann yrði ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Fulham sagðist hann vera veikur. United vann dramatískan útisigur á Fulham, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn féll þó í skuggann af viðtali Piers Morgan við Ronaldo þar sem hann fór ekki fögrum orðum um United, sakaði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, um vanvirðingu, sagði Wayne Rooney vera ófríðan og svo framvegis. Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að Ronaldo hafi verið tjáð á fimmtudaginn að hann myndi ekki byrja inn á gegn Fulham en yrði í leikmannahópi United. Þá hafi Portúgalinn tjáð félaginu að hann væri veikur. Solhekol segir að enginn hjá United hafi vanvirt Ronaldo, öfugt við það sem hann heldur fram, þótt hann hafi beðið um að fara frá félaginu og neitað að koma inn á sem varamaður í sigrinum á Tottenham. Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo - even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Að sögn Solhekols fékk United veður af viðtalinu þegar liðið var á heimleið til Manchester eftir sigurinn á Fulham. Ten Hag og leikmenn United ku vera afar ósáttir við tímasetningu viðtalsins og skilja ekki hvað honum gekk til. Þeir eru afar vonsviknir með að hann hafi vanvirt félagið, stjórann og leikmennina með þessum hætti. Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Ronaldo hefur leikið sextán leiki fyrir United á þessu tímabili en erfitt er að sjá að þeir verði fleiri. Portúgalinn var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað þrjú mörk í vetur. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu en á leik til góða á Tottenham sem er í því. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
United vann dramatískan útisigur á Fulham, 1-2, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sigurinn féll þó í skuggann af viðtali Piers Morgan við Ronaldo þar sem hann fór ekki fögrum orðum um United, sakaði Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, um vanvirðingu, sagði Wayne Rooney vera ófríðan og svo framvegis. Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports, segir að Ronaldo hafi verið tjáð á fimmtudaginn að hann myndi ekki byrja inn á gegn Fulham en yrði í leikmannahópi United. Þá hafi Portúgalinn tjáð félaginu að hann væri veikur. Solhekol segir að enginn hjá United hafi vanvirt Ronaldo, öfugt við það sem hann heldur fram, þótt hann hafi beðið um að fara frá félaginu og neitað að koma inn á sem varamaður í sigrinum á Tottenham. Ronaldo was told on Thursday that he would not be in the starting XI against Fulham but he would have been in the squad. He told the club he was ill. No one at United has ever disrespected Ronaldo - even after he asked to leave & after he refused to come on as a sub v Spurs 3/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Að sögn Solhekols fékk United veður af viðtalinu þegar liðið var á heimleið til Manchester eftir sigurinn á Fulham. Ten Hag og leikmenn United ku vera afar ósáttir við tímasetningu viðtalsins og skilja ekki hvað honum gekk til. Þeir eru afar vonsviknir með að hann hafi vanvirt félagið, stjórann og leikmennina með þessum hætti. Erik Ten Hag and Manchester United players are extremely disappointed with the manner and timing of Cristiano Ronaldo's interview. Club only found out about the interview as they were preparing to fly back from London this evening after the Fulham game. 1/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Manchester United are likely to now consider all their options regarding Ronaldo. Management and players don't understand why he has said what he has said. They are hugely disappointed that he would disrespect the club, his manager and teammates in this way. 2/3— Kaveh Solhekol (@SkyKaveh) November 14, 2022 Ronaldo hefur leikið sextán leiki fyrir United á þessu tímabili en erfitt er að sjá að þeir verði fleiri. Portúgalinn var markahæsti leikmaður United á síðasta tímabili en hefur aðeins skorað þrjú mörk í vetur. United er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu en á leik til góða á Tottenham sem er í því.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira