Vill bjóða Jóni í skoðunarferð til Grikklands Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2022 21:41 Haraldur vill bjóða Jóni í utanlandsferð. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson hefur boðist til þess að borga flugmiða og gistingu fyrir dómsmálaráðherra ef hann fylgir honum til Grikklands að skoða aðstöðu flóttafólks þar í landi. Haraldur greindi frá boðinu á Twitter fyrr í dag og tístið hefur vakið mikla athygli. Ég skal borga flugmiða og gistingu fyrir Jón Gunnarsson ef hann kemur með mér að skoða aðstöðu flóttafólks í Grikklandi.— Halli (@iamharaldur) November 10, 2022 Í samtali við Vísi segist Haraldur telja að gott myndi hljótast af ferðalagi þeirra saman til Grikklands. „Ég viðurkenni það að ég veit ekki hvað er satt og rétt í þessu, varðandi aðstæður þarna úti, og ég held að hann viti það ekki heldur. Þannig að ég held að það væri gaman að fara og skoða það saman,“ segir hann. Þegar þetta er ritað hefur boð Haraldar verið á Twitter í þónokkrar klukkustundir en að sögn Haraldar hefur dómsmálaráðherra ekki enn haft samband við hann. Ekki liggur fyrir hversu virkur Jón Gunnarsson er á Twitter. „Hann er allavega ekki búinn að hringja enn þá en ég er bara mjög bjartsýnn. Ég held að þetta sé fínasta fólk sem vill vita hvert það er að senda flóttafólk. Þannig að ég vona að hann þiggi það og við getum farið á næstu dögum,“ segir Haraldur. Þá segir hann að væri hann í stöðu dómsmálaráðherra myndi hann vilja vita í hvers konar aðstæður hann væri að senda flóttafólk. Aðgengi ekki gott í Grikklandi Haraldur hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi um að fimmtán flóttamönnum hafi verið fylgt til Grikklands á dögunum. Einn þeirra, Hussein Hussein, er hreyfihamlaður og styðst við hjólastól, líkt og Haraldur gerir sjálfur. Mikla reiði hefur vakið að íslensk stjórnvöld hafi fylgt honum til Grikklands. „Ég gat tengt svolítið vel við það. Ég hef verið í Grikklandi og ég veit alveg að aðgengi þar er ekki gott. En síðan veit ég náttúrulega ekkert hvernig þessar flóttamannabúðir eru. Ég veit heldur ekki til þess að það séu til flóttamannabúðir sem eru eitthvað frábærar. En síðan var ég að lesa viðtal við Jón og það virtist vera eins og hann vissi það ekki alveg heldur. Ég held að það yrði mjög auðvelt að leysa það og fara að skoða. Svo við séum ekki að giska á hvað er satt og rétt,“ segir Haraldur að lokum. Þingmenn ósammála um aðstæður Fjallað var um mál Husseins og aðstæður flóttafólks í Grikklandi almennt. Rætt var við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Birgi Þórarinsson, þingmann Sjálfstæðisflokks. Birgir hefur farið til Grikklands að skoða aðstæður í flóttamannabúðum og segir forsvaranlegt að senda flóttafólk þangað. Því er Sigmar ósammála og vísar til að mynda til skýrslu Evrópuráðsins um réttindi flóttafólks í Grikklandi. Sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan: Grikkland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Sjá meira
Haraldur greindi frá boðinu á Twitter fyrr í dag og tístið hefur vakið mikla athygli. Ég skal borga flugmiða og gistingu fyrir Jón Gunnarsson ef hann kemur með mér að skoða aðstöðu flóttafólks í Grikklandi.— Halli (@iamharaldur) November 10, 2022 Í samtali við Vísi segist Haraldur telja að gott myndi hljótast af ferðalagi þeirra saman til Grikklands. „Ég viðurkenni það að ég veit ekki hvað er satt og rétt í þessu, varðandi aðstæður þarna úti, og ég held að hann viti það ekki heldur. Þannig að ég held að það væri gaman að fara og skoða það saman,“ segir hann. Þegar þetta er ritað hefur boð Haraldar verið á Twitter í þónokkrar klukkustundir en að sögn Haraldar hefur dómsmálaráðherra ekki enn haft samband við hann. Ekki liggur fyrir hversu virkur Jón Gunnarsson er á Twitter. „Hann er allavega ekki búinn að hringja enn þá en ég er bara mjög bjartsýnn. Ég held að þetta sé fínasta fólk sem vill vita hvert það er að senda flóttafólk. Þannig að ég vona að hann þiggi það og við getum farið á næstu dögum,“ segir Haraldur. Þá segir hann að væri hann í stöðu dómsmálaráðherra myndi hann vilja vita í hvers konar aðstæður hann væri að senda flóttafólk. Aðgengi ekki gott í Grikklandi Haraldur hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi um að fimmtán flóttamönnum hafi verið fylgt til Grikklands á dögunum. Einn þeirra, Hussein Hussein, er hreyfihamlaður og styðst við hjólastól, líkt og Haraldur gerir sjálfur. Mikla reiði hefur vakið að íslensk stjórnvöld hafi fylgt honum til Grikklands. „Ég gat tengt svolítið vel við það. Ég hef verið í Grikklandi og ég veit alveg að aðgengi þar er ekki gott. En síðan veit ég náttúrulega ekkert hvernig þessar flóttamannabúðir eru. Ég veit heldur ekki til þess að það séu til flóttamannabúðir sem eru eitthvað frábærar. En síðan var ég að lesa viðtal við Jón og það virtist vera eins og hann vissi það ekki alveg heldur. Ég held að það yrði mjög auðvelt að leysa það og fara að skoða. Svo við séum ekki að giska á hvað er satt og rétt,“ segir Haraldur að lokum. Þingmenn ósammála um aðstæður Fjallað var um mál Husseins og aðstæður flóttafólks í Grikklandi almennt. Rætt var við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Birgi Þórarinsson, þingmann Sjálfstæðisflokks. Birgir hefur farið til Grikklands að skoða aðstæður í flóttamannabúðum og segir forsvaranlegt að senda flóttafólk þangað. Því er Sigmar ósammála og vísar til að mynda til skýrslu Evrópuráðsins um réttindi flóttafólks í Grikklandi. Sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan:
Grikkland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Sjá meira
Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56
Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33