Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2022 07:45 Vísindamenn hafa um árabil sagt að mannkynið þurfi að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti ef það ætlar að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Hagsmunaverðir olíufyrirtækja eru fjölmennir á COP27-ráðstefnunni. Vísir/EPA Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. Séu tölurnar sem breska ríkisútvarpið BBC fékk frá félagasamtökunum Global Witness réttar eru fulltrúar olíu-, kola- og gasfyrirtækja fjölmennari en sendinefndar þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga samanlagt. Hagsmunaverðir iðnaðarins hafa alltaf sótt ráðstefnuna en í fyrra er áætlað að þeir hafi verið rétt um fimm hundruð talsins. Global Witness telur að þeir séu 636 í ár, þar á meðal um tvö hundruð í sendinefndum ríkja. Aðrir tilheyra hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum eða félagasamtökum. Af sendinefndum einstakra ríkja eru hagsmunaverðirnir fjölmennastir í föruneyti Sameinuðu arabísku furstadæmisins eða sjötíu talsins. Í rússnesku sendinefndinni eru taldir 33 fulltrúar hagsmunaaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði. „COP27 lítur út eins og kaupstefna jarðefnaeldsneytisiðnaðarins,“ hefur BBC eftir Rachel Rose Jackson frá samtökunum Corporate Accountabilty sem tók þátt í að birta tölurnar. „Þeir eru drifnir áfram af hagnaði og græðgi. Þeim er ekki alvara með loftslagsaðgerðum. Þeim hefur aldrei verið það og verða það aldrei,“ segir hún. Fjöldi hagsmunavarða iðnaðarins er þó aðeins dropi í hafið á ráðstefnunni. Áætlað er að um 35.000 manns sæki ráðstefnuna í ár. Einn hagsmunavarðanna á ráðstefnunni er Omar Farouk Ibrahim, forstjóri Samtaka afrískra olíuframleiðsluríkja. Hann segist reyna að hafa áhrif á samningamenn á ráðstefnunni til að reyna að afla stuðnings við olíu- og gasvinnslu í Afríku og vísar til þess að um 600 milljónir manna hafi ekki aðgang að rafmagni í álfunni. „Ef þú ert ekki við borðið þá verður þú á matseðlinum,“ segir Ibrahim. Í aðdraganda ráðstefnunnar í ár hefur sú hugmynd að leggja sérstakan hvalrekaskatt á methagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja átt auknum vinsældum að fagna. Slíkur skattur yrði notaður til þess að fjármagna aðstoð við þróunarríki vegna loftslagsvárinnar. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49 Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Séu tölurnar sem breska ríkisútvarpið BBC fékk frá félagasamtökunum Global Witness réttar eru fulltrúar olíu-, kola- og gasfyrirtækja fjölmennari en sendinefndar þeirra tíu ríkja sem verða fyrir mestum áhrifum af völdum loftslagsbreytinga samanlagt. Hagsmunaverðir iðnaðarins hafa alltaf sótt ráðstefnuna en í fyrra er áætlað að þeir hafi verið rétt um fimm hundruð talsins. Global Witness telur að þeir séu 636 í ár, þar á meðal um tvö hundruð í sendinefndum ríkja. Aðrir tilheyra hagsmunasamtökum, alþjóðastofnunum eða félagasamtökum. Af sendinefndum einstakra ríkja eru hagsmunaverðirnir fjölmennastir í föruneyti Sameinuðu arabísku furstadæmisins eða sjötíu talsins. Í rússnesku sendinefndinni eru taldir 33 fulltrúar hagsmunaaðila í jarðefnaeldsneytisiðnaði. „COP27 lítur út eins og kaupstefna jarðefnaeldsneytisiðnaðarins,“ hefur BBC eftir Rachel Rose Jackson frá samtökunum Corporate Accountabilty sem tók þátt í að birta tölurnar. „Þeir eru drifnir áfram af hagnaði og græðgi. Þeim er ekki alvara með loftslagsaðgerðum. Þeim hefur aldrei verið það og verða það aldrei,“ segir hún. Fjöldi hagsmunavarða iðnaðarins er þó aðeins dropi í hafið á ráðstefnunni. Áætlað er að um 35.000 manns sæki ráðstefnuna í ár. Einn hagsmunavarðanna á ráðstefnunni er Omar Farouk Ibrahim, forstjóri Samtaka afrískra olíuframleiðsluríkja. Hann segist reyna að hafa áhrif á samningamenn á ráðstefnunni til að reyna að afla stuðnings við olíu- og gasvinnslu í Afríku og vísar til þess að um 600 milljónir manna hafi ekki aðgang að rafmagni í álfunni. „Ef þú ert ekki við borðið þá verður þú á matseðlinum,“ segir Ibrahim. Í aðdraganda ráðstefnunnar í ár hefur sú hugmynd að leggja sérstakan hvalrekaskatt á methagnað jarðefnaeldsneytisfyrirtækja átt auknum vinsældum að fagna. Slíkur skattur yrði notaður til þess að fjármagna aðstoð við þróunarríki vegna loftslagsvárinnar.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Egyptaland Bensín og olía Tengdar fréttir Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49 Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9. nóvember 2022 13:49
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent