„Pabbi var að lemja mömmu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:03 Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og lýstu því öll að hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Vísir Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni. Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira