„Pabbi var að lemja mömmu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:03 Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og lýstu því öll að hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Vísir Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni. Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent