Kjósendur í þremur ríkjum samþykkja að binda rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:01 Kjósendur í þremur ríkjum í Bandaríkjunum samþykktu að festa rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkjanna. epa/Will Oliver Verðbólga og þungunarrof voru efst á blaði meðal þeirra málefna sem höfðu hvað mest áhrif þegar kjósendur í Bandaríkjunum gengu til þingkosninga í gær. Í þremur ríkjum samþykktu kjósendur aðgerðir til að standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs. Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Í Vermont samþykkti meirihluti kjósenda breytingar á stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um að réttur einstaklinga til sjálfræðis hvað varðar barneignir sé lykilþáttur þegar kemur að því að ráða eigin lífi og að ekki megi skerða þennan rétt nema hagsmunir ríkisins séu í húfi. Kjósendur í Michigan samþykktu sömuleiðis að tryggja rétt kvenna til þungunarrofs í stjórnarskrá ríkisins, þar sem nú verður kveðið á um réttindi einstaklingsins til þess að ráða öllum ákvörðunum þegar kemur að þungun. Worth noting that amendments to state constitutions in California, Vermont and Michigan to protect the right to abortion all passed with substantial majorities. Meanwhile, amendments to restrict #AbortionRights in Kentucky and Montana look set to fail. pic.twitter.com/n5bZ39KXZb— Marion McKeone (@marionmckeone) November 9, 2022 Fyrirbyggjandi aðgerð gegn gildistöku úreltra laga Michigan var eitt þeirra ríkja þar sem hætt var við því að eldri lög tækju aftur gildi í kjölfar þess að hæstiréttur Bandaríkjanna snéri niðurstöðunn í Roe gegn Wade. Þannig kemur niðurstaðan í kosningunum nú í veg fyrir að lög frá 1931 um nær algjört þungunarrofsbann virkist á ný. Tillagan sem kjósendur samþykktu felur hins vegar í sér að ríkisþingið mun geta sett lög um þungunarrof þegar komið er að þeim tíma á meðgöngunni þegar fóstrið getur lifað sjálfstæðu lífi utan líkama móðurinnar. Þingið mun hins vegar ekki geta sett lög sem kveða á um refsingu gegn þeim sem gangast undir þungunarrof eða missa fóstur, né þeim sem veita þungunarrofsþjónustu. Í Kaliforníu samþykktu kjósendur að gera breytingar á stjórnarskrá ríkisins þar sem kveðið verður á um algjöran rétt einstaklingsins til notkunar getnaðarvarna og aðgengis að þungunarrofi. Eins og er kveður stjórnarskráin á um rétt til friðhelgis einkalífsins, sem hæstiréttur ríkisins hefur túlkað sem svo að nái einnig yfir réttinn til þungunarrofs. Í Kentucky og Montana var kosið um tillögur til höfuðs rétti kvenna til þungunarrofs en niðurstöður þar liggja ekki fyrir.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Þungunarrof Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“