Framúrskarandi vísindakona Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 09:01 Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Jafnréttismál Háskólar Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttur sem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar. Ef við miðum við Nóbelsverðlaunin þá hafa þau einungis verið veitt 954 einstaklingum frá árinu 1901 til 2022 eða til 894 karla og 60 kvenna og er hlutfall kvenna rúm 6%. Verðlaunin skiptast milli hinna 60 kvenna þannig að 18 konur hafa fengið friðarverðlaunin, 17 bókmenntaverðlaunin og 25 sinnum hafa konur í vísindum fengið Nóbelsverðlaunin sem skiptast á fjórar greinar þannig að 4 konur hafa fengið þau í eðlisfræði, 8 í efnafræði, 2 í hagfræði og 12 í lífeðlisfræði eða læknifræði. Fimm vísindamenn hafa fengið Nóbelinn tvisvar og er hin fransk-pólska Marie Curie-Sklodowska ein þeirra, en hún fékk þau árið 1903 í eðlisfræði með tveimur öðrum vísindamönnum og ein í efnafræði árið 1911. Dóttir Marie fékk verðlaunin í efnafræði ásamt eiginmanni sínum árið 1935 og eru þær einu mæðgurnar sem hafa fengið þau. Feðgar hafa fengið Nóbelsverðlaunin sex sinnum og til fróðleiks má nefna hina dönsku Bohr-feðga, Niels sem fékk þau árið 1922 í eðlisfræði og son hans Aage Niels einnig í eðlisfræði árið 1975. Árið 2020 fengu tvær konur verðlaunin saman í efnafræði í fyrsta sinn fyrir CRISPR-tæknina sem nota má til að breyta erfðamengi lífvera, sem tengist rannsóknum Unnar. Á þjóðþingum fyrri tíma sátu karlar í valdi eigna, aldurs og stéttar sem töldu að konur þyrftu enga menntun til að reka heimili og ala upp börn. Það voru þó til heimili sem sáu um að dætur fengu menntun heima á við synina þó skólar væru stúlkum lokaðir. Konur sáu fljótt að án kosningaréttar væru þær valdalausar og þær vildu jafnrétti á við karla enda um helmingur mannkyns. Á seinni hluta 19. aldar fóru konur að rísa upp og krefjast aukinna mannréttinda og menntunar á við karla. Menntun gerir fólk frjálst enda er það fyrsta sem kúgandi valdhafar afnema er menntun kvenna og fjölmiðafrelsi og er svo enn þann dag í dag. Konur í Evrópu gátu sótt háskóla og fengu almennt kosningarétt um og eftir aldamótin nítján hundruð. Það er svo grátlega stutt síðan og enn er bakslag að koma í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Það er því mikið fagnaðarefni þegar íslensk kona hlýtur viðurkenningu í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun