Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2022 17:56 Kirkjufell, og Grundarfjörður, í vetrarskrúða. Vísir/Egill Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að ákvörðun landeigenda um að banna gönguferðir á Kirkjufell sé vel ígrunduð. Það sé skiljanlegt að vant fjallafólk setji sig á móti ákvörðuninni en raunin sé sú að óvant ferðafólk sé stór hluti þeirra sem sæki á svæðið. Greint var frá því í dag að landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum, síðast í október þegar ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Jóhannes Þór ræddi lokunina frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fjallið er gríðarlega þekkt og svæðið þar í kring vinsæll áningarstaður ferðamanna sem eiga leið um Snæfellsnesið. Jóhannes Þór telur að ákvörðunin sé vel ígrunduð. „Ég veit til þess að það var búið að funda með heimamönnum, fólki í sveitarfélaginu og Ferðamálastofu. Búið að fara yfir möguleika, hvað það væri sem væri að gerast þarna og svo framvegis. Það er bara gott að hrósa því,“ sagði Jóhannes Þór „Það er mjög mikilvægt að þegar fólk er að horfa til svona ákvarðana að það sé búið að undirbúa það vel og skoða alla möguleika,“ sagði hann enn fremur. Vanir útivistarmenn hafa varað við því að fjallinu yrði lokað fyrir öllum, enda sé vant fjallafólk vel í stakk búið til að klífa fjallið. Jóhannes Þór segist hafa skilning á þessu sjónarmiði. „En við erum hins vegar bara í þeirri stöðu að stór hluti þeirra sem er að sækja þarna inn á þetta svæði er ekki vant fjallafólk,“ sagði Jóhannes Þór. Fjallið er þverhnípt og getur reynst varasamt, eins og raun hefur borið vitni. „Þegar vetraraðstæðurnar taka við þá er þetta vandasamt fjall að fara um þannig að það er ekki sérstaklega hægt að mæla með því að ferðamenn sem eru óvanir séu að fara þarna inn. Þá taka landeigendur þessa ákvörðun og ég held að við verðum bara að reyna að virða þá niðurstöðu. Svo er spurning hvað á þetta að gilda lengi og hvernig er hægt að framfylgja því.“ Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Greint var frá því í dag að landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum, síðast í október þegar ferðamaður hrapaði niður hlíðar fjallsins. Jóhannes Þór ræddi lokunina frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fjallið er gríðarlega þekkt og svæðið þar í kring vinsæll áningarstaður ferðamanna sem eiga leið um Snæfellsnesið. Jóhannes Þór telur að ákvörðunin sé vel ígrunduð. „Ég veit til þess að það var búið að funda með heimamönnum, fólki í sveitarfélaginu og Ferðamálastofu. Búið að fara yfir möguleika, hvað það væri sem væri að gerast þarna og svo framvegis. Það er bara gott að hrósa því,“ sagði Jóhannes Þór „Það er mjög mikilvægt að þegar fólk er að horfa til svona ákvarðana að það sé búið að undirbúa það vel og skoða alla möguleika,“ sagði hann enn fremur. Vanir útivistarmenn hafa varað við því að fjallinu yrði lokað fyrir öllum, enda sé vant fjallafólk vel í stakk búið til að klífa fjallið. Jóhannes Þór segist hafa skilning á þessu sjónarmiði. „En við erum hins vegar bara í þeirri stöðu að stór hluti þeirra sem er að sækja þarna inn á þetta svæði er ekki vant fjallafólk,“ sagði Jóhannes Þór. Fjallið er þverhnípt og getur reynst varasamt, eins og raun hefur borið vitni. „Þegar vetraraðstæðurnar taka við þá er þetta vandasamt fjall að fara um þannig að það er ekki sérstaklega hægt að mæla með því að ferðamenn sem eru óvanir séu að fara þarna inn. Þá taka landeigendur þessa ákvörðun og ég held að við verðum bara að reyna að virða þá niðurstöðu. Svo er spurning hvað á þetta að gilda lengi og hvernig er hægt að framfylgja því.“
Ferðamennska á Íslandi Grundarfjörður Tengdar fréttir Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38 „Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43 Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Banna gönguferðir upp Kirkjufell Landeigendur jarðanna Kirkjufells, Háls og Búða hafa ákveðið að banna allar göngur á Kirkjufelli frá og með deginum í dag þar til um miðjan júní. Þrjú dauðsföll hafa orðið í fjallinu á fjórum árum. 8. nóvember 2022 09:38
„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“ Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg. 22. október 2022 14:43
Banaslys við Kirkjufell Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið að Kirkjufelli við Grundarfjörð á Snæfellsnesi vegna banaslyss í hlíðum fjallsins í dag. Mikill viðbúnaður var við fjallið og komu lögregluþjónar og björgunarsveitarfólk að slysinu. 19. október 2022 19:15