Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Kjartan Kjartansson skrifar 9. nóvember 2022 13:49 Mestöll raforka í Sviss er framleidd með vatnsafli eða kjarnorku. Því leita stjórnvöld þar óhefðbundinna leiða til þess að ná samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja. Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Svissneskir frankar greiða nú fyrir orkunýtnari ljósaperur og eldavélar fyrir allt að fimm milljónir manna í Afríkuríkinu Gana. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þar sem flestir landsmenn brenna viði til að elda mat. Samdrátturinn í losun verður hins vegar færður í losunarbókhald Sviss, ekki Gana. Gana er eitt átta ríkja sem Sviss hefur samið við á þessum nótum og er sagt í viðræðum við að minnast kosti þrjú önnur. Öll eru ríkin töluverð verr stæð en Sviss, eitt auðugasta ríki jarðar. Auk Gana fá Perú, Senegal, Georgía, Vanúatú, Dóminíka, Taíland og Úkraína greitt fyrir að skera niður losun og gefa Sviss heiðurinn, að því er segir í umfjöllun New York Times. Svissnesk stjórnvöld hafa þegar gefist upp á að ná loftslagsmarkmiðum sínum. Raforka, sem er stærsta áskorunin hjá flestum ríkjum heims, er fyrst og fremst framleidd með vatnsafli og kjarnorku í Sviss. Því þurfa Svisslendingar að ná sínum samdrætti annars staðar. Stjórnvöld segja að þau þurfi að útvista að minnsta kosti þriðjungi fyrirhugaðs samdráttar til að ná losunarmarkmiðum sínum. Svíar og Japanir eru sagðir ætla sér að feta svipaða slóð. Velti ábyrgðinni yfir á þróunarríkin Ekki eru þó allir hrifnir af þessari svissnesku leið til að fegra losunarbókhaldið. Gagnrýnendur hennar segja að hún gæti frestað raunverulegum loftslagsaðgerðum í iðnríkjum og velt ábyrgðinni á því að draga úr losun yfir á þau snauðari jafnvel þó að það séu iðnríkin sem bera langstærstu ábyrgðina á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnbyltingu. Luis Arce, forseti Bólivíu, lýsti slíkum æfigum sem „kolefniskapítalisma“ á loftslagsráðstefnunni í Glasgow í fyrra. Hættuna telja gagnrýnendurnir þá að auðug ríki notfæri sér loftslagsaðgerðir sem fátækari þjóðir ætluðu hvort sem er að ráðast í. Svissnesk stjórnvöld fullyrða að þau ætli sér að tryggja að verkefnin sem þau fjármagna erlendis verði viðbót. Opnað var á möguleikann að ríki ynnu saman að samdrætti í losun með Parísarsamkomulaginu árið 2015. Enn á eftir að leggja lokahönd á regluverk um hvernig slíkt samstarf virkaði í reynd, meðal annars til þess að tryggja að samdráttur sé ekki tvítalinn í losunarbókhaldi ríkja.
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sviss Gana Tengdar fréttir Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41 Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8. nóvember 2022 14:41
Deila um hver borgi brúsann fyrir loftslagstjón Kostnaðurinn við afleiðingar loftslagsbreytinga og hver á að bera hann er ofarlega á baugi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þróunarríki vilji aukið fé frá iðnríkjum til að hjálpa sér að aðlagast breyttum heimi og þá eru kröfur um að olíufyrirtæki sem græða á tá og fingri greiði fyrir tjón sem þau hafa valdið. 8. nóvember 2022 09:08