Haraldur ekki á meðal þúsunda sem Elon Musk sagði upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2022 10:55 Haraldur Þorleifsson kom fram á Airwaves um liðna helgi. Hann hefur farið fyrir verkefninu Römpum upp Reykjavík sem hefur teygt sig út á landsbyggðina. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, stjórnandi Ueno, er enn á meðal stjórnenda á Twitter. Hann er ekki á meðal þeirra fjölmörgu sem sagt var upp störfum fyrir helgi. Haraldur segir frá þessu, jú á Twitter. Þar segist hann hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir í kjölfar þess að Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sagði upp þúsundum starfsmanna. Talið er að rúmlega helmingur starfsmanna samfélagsmiðilsins hafi verið látinn taka pokann sinn. „Margir hafa spurt mig. Mér var ekki sagt upp á föstudaginn. Ég hef svo sem lítið annað að segja um fram það að þið ættuð að gera ykkur greiða og endurráða gamla teymið mitt,“ sagði Haraldur og beindi orðum sínum til Musk og félaga. A lot of people are asking:I was not laid off on Friday.I don't have much to say beyond that except do yourselves a favor and hire my old team.— Halli (@iamharaldur) November 8, 2022 Vafalítið hafa margir spurt sig um framtíð Haraldar hjá Twitter í ljósi þess að hann hefur verið gagnrýninn á Musk í tengslum við yfirvofandi kaup Musk á Twitter, sem varð loks að veruleika í síðustu viku. „Farðu bara í meðferð kappi,“ skrifaði Haraldur meðal annars í apríl síðastliðnum þegar Musk hafði látið valin orð falla í tengslum við möguleg kaup á fyrirtækinu. Just go to therapy dude.— Halli (@iamharaldur) April 14, 2022 Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í síðustu viku. Hann sagði á föstudag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Fjöldamestu uppsagnirnar voru samkvæmt Verge á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins Musk sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað. Ný áskriftarleið, tekjulind fyrir Twitter, hefur verið kynnt til leiks. Notendur geta greitt átta Bandaríkjadali fyrir að fá bláa staðfestingarmerkið á reikning sinn. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. „Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ sagði Musk á Twitter. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Haraldur segir frá þessu, jú á Twitter. Þar segist hann hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir í kjölfar þess að Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sagði upp þúsundum starfsmanna. Talið er að rúmlega helmingur starfsmanna samfélagsmiðilsins hafi verið látinn taka pokann sinn. „Margir hafa spurt mig. Mér var ekki sagt upp á föstudaginn. Ég hef svo sem lítið annað að segja um fram það að þið ættuð að gera ykkur greiða og endurráða gamla teymið mitt,“ sagði Haraldur og beindi orðum sínum til Musk og félaga. A lot of people are asking:I was not laid off on Friday.I don't have much to say beyond that except do yourselves a favor and hire my old team.— Halli (@iamharaldur) November 8, 2022 Vafalítið hafa margir spurt sig um framtíð Haraldar hjá Twitter í ljósi þess að hann hefur verið gagnrýninn á Musk í tengslum við yfirvofandi kaup Musk á Twitter, sem varð loks að veruleika í síðustu viku. „Farðu bara í meðferð kappi,“ skrifaði Haraldur meðal annars í apríl síðastliðnum þegar Musk hafði látið valin orð falla í tengslum við möguleg kaup á fyrirtækinu. Just go to therapy dude.— Halli (@iamharaldur) April 14, 2022 Rúmlega 7.500 manns störfuðu hjá fyrirtækinu áður en Musk tók við sem nýr forstjóri í síðustu viku. Hann sagði á föstudag að fyrirtækið hafi orðið fyrir miklu tekjutapi vegna þess að auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Aðgerðarsinnar hafi beitt auglýsendur þrýstingi: „Þau eru að reyna að ganga frá málfrelsi í Bandaríkjunum.“ Fjöldamestu uppsagnirnar voru samkvæmt Verge á sviði mannréttinda, siðferðis- og tölvutækni og samskipta. Eitt sviða sem lenti í fallöxi auðjöfursins Musk sér meðal annars um dreifingu og aðgreiningu staðfestra upplýsinga þegar kosningar og stærri viðburðir eiga sér stað. Ný áskriftarleið, tekjulind fyrir Twitter, hefur verið kynnt til leiks. Notendur geta greitt átta Bandaríkjadali fyrir að fá bláa staðfestingarmerkið á reikning sinn. Áður þurfti að sækja sérstaklega um vottunina og var hún ekki aðgengileg hverjum sem er. „Skammist í mér eins og þið viljið, en þetta kostar átta dollara,“ sagði Musk á Twitter.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35 Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00 Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ný áskriftarleið á Twitter í loftið Twitter kynnir formlega nýja áskriftarleið þar sem notendum miðilsins býðst að kaupa vottun á aðgangi sínum fyrir 8 bandaríkjadali, eða tæpar tólf hundruð krónur, á mánuði. 5. nóvember 2022 21:35
Þúsundum starfsmanna sagt upp Elon Musk hefur sagt upp rúmlega helmingi starfsmanna samfélagsmiðilsins Twitter. Musk er sagður hafa lagt niður heilu deildirnar, þar á meðal deild sem á að sporna gegn dreifingu falsfrétta og röngum eða villandi upplýsingum á miðlinum. 4. nóvember 2022 23:00
Kvartar undan tekjutapi Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði. 4. nóvember 2022 16:57