Sex þúsund argentínskir fótboltaáhugamenn á bannlista á HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2022 23:30 Argentínskur stuðningsmaður. Getty/Marcelo Endelli Argentínumenn ætla að passa upp á það að argentínskar fótboltabullur verði hvergi sjáanlegar þegar heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Katar. Argentínska landsliðið er til alls líklegt á þessu síðasta heimsmeistaramóti snillingsins Lionel Messi og gríðarlegur áhugi er á landsliðinu í heimalandinu. Margir trúa því að eins og guð gaf Maradona mikilvægt mark á HM í Mexíkó þá sé komið að því að Messi uppskeri með því að landa langþráðum heimsmeistaratitli. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at #QatarWorldCup2022 https://t.co/YQ4689jaz3— Gulf News (@gulf_news) November 8, 2022 Stjórnvöld í Argentínu tilkynntu í gær að sex þúsund argentínskir fótboltáhugamenn væru komnir á bannlista á HM í Katar. Þeir mega ekki stíga fæti inn á leikvang í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Bannið nær ekki aðeins yfir bullurnar sem hafa verið með ofbeldi og annars konar óeirðir á fótboltaleikjum heldur einnig yfir þá skulda pening fyrir mat eða jafnvel skulda meðlög. „Ofbeldismennirnir eru bæði hér og í Katar. Við viljum koma með frið aftur inn í fótboltann og sjá til þess að ofbeldisseggirnir verði fyrir utan leikvanganna,“ sagði argentínski dómsmálaráðherrann Marcelo D'Alessandro í útvarpsviðtali. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at Qatar World Cup https://t.co/aICel1U7Lv pic.twitter.com/uMJ85Qmi6B— Reuters (@Reuters) November 8, 2022 Fólk sem hefur stundað ólöglegar sölur á götum eða skulda aðrar greiðslur til ríkisins er líka sett á bannlistann. Öryggismálaráðuneytið gekk frá samningi í júní við stjórnvöld í Katar um að útiloka ofbeldisseggina frá heimsmeistaramótinu. Helmingurinn af þessum sex þúsund eru svokallaðar "barrabravas" fótboltabullur en þeir mega heldur ekki mæta á leiki í Argentínu. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Argentínska landsliðið er til alls líklegt á þessu síðasta heimsmeistaramóti snillingsins Lionel Messi og gríðarlegur áhugi er á landsliðinu í heimalandinu. Margir trúa því að eins og guð gaf Maradona mikilvægt mark á HM í Mexíkó þá sé komið að því að Messi uppskeri með því að landa langþráðum heimsmeistaratitli. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at #QatarWorldCup2022 https://t.co/YQ4689jaz3— Gulf News (@gulf_news) November 8, 2022 Stjórnvöld í Argentínu tilkynntu í gær að sex þúsund argentínskir fótboltáhugamenn væru komnir á bannlista á HM í Katar. Þeir mega ekki stíga fæti inn á leikvang í Katar á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Bannið nær ekki aðeins yfir bullurnar sem hafa verið með ofbeldi og annars konar óeirðir á fótboltaleikjum heldur einnig yfir þá skulda pening fyrir mat eða jafnvel skulda meðlög. „Ofbeldismennirnir eru bæði hér og í Katar. Við viljum koma með frið aftur inn í fótboltann og sjá til þess að ofbeldisseggirnir verði fyrir utan leikvanganna,“ sagði argentínski dómsmálaráðherrann Marcelo D'Alessandro í útvarpsviðtali. Nearly 6,000 Argentine fans banned from stadiums at Qatar World Cup https://t.co/aICel1U7Lv pic.twitter.com/uMJ85Qmi6B— Reuters (@Reuters) November 8, 2022 Fólk sem hefur stundað ólöglegar sölur á götum eða skulda aðrar greiðslur til ríkisins er líka sett á bannlistann. Öryggismálaráðuneytið gekk frá samningi í júní við stjórnvöld í Katar um að útiloka ofbeldisseggina frá heimsmeistaramótinu. Helmingurinn af þessum sex þúsund eru svokallaðar "barrabravas" fótboltabullur en þeir mega heldur ekki mæta á leiki í Argentínu.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira