Leikmaður Real Madrid skaut boltanum upp á svalir í nálægri blokk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2022 10:32 Heppnir íbúar nálægt heimavelli Rayo Vallecano fengu bolta eftir að Federico Velvarde skaut honum á svalirnar hjá þeim. vísir/getty Íbúar í blokk við heimavöll Rayo Vallecano sáu liðið ekki bara vinna Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid í gær heldur fengu einnig minjagrip um sigurinn. Santi Comesana, Alvaro Rivera og Oscar Trejo skoruðu mörk Vallecano sem vann 3-2 sigur og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Heimavöllur Vallecano, Estadio de Vallecas, er frekar smár og tekur aðeins um fjórtán þúsund áhorfendur í sæti. Fyrir aftan annað markið eru reyndar íbúðir þar sem heppnir íbúar geta fylgst með leikjum Vallecano. Federico Velvarde hefur verið í miklum markaham með Real Madrid í vetur en miðið var ekki alveg nógu vel stillt í gær. Undir lok leiks, þegar Madrídingar freistuðu þess að jafna, átti Úrúgvæinn skot sem fór svo hátt yfir að það endaði á svölunum í nálægri blokk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Federico Valverde's attempt to score a late equaliser for Real Madrid at Rayo Vallecano ended up in somebody's living room. pic.twitter.com/4XFt0oxsaa— Sam Street (@samstreetwrites) November 7, 2022 Íbúarnir sem höfðu hópast saman á svölunum til að fylgjast með leiknum voru skiljanlega í skýjunum með að fá minjagrip um þennan merka leik. Luka Modric og Eder Militao skoruðu mörk Real Madrid í leiknum í gær. Liðið er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Santi Comesana, Alvaro Rivera og Oscar Trejo skoruðu mörk Vallecano sem vann 3-2 sigur og varð þar með fyrsta liðið til að vinna Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Heimavöllur Vallecano, Estadio de Vallecas, er frekar smár og tekur aðeins um fjórtán þúsund áhorfendur í sæti. Fyrir aftan annað markið eru reyndar íbúðir þar sem heppnir íbúar geta fylgst með leikjum Vallecano. Federico Velvarde hefur verið í miklum markaham með Real Madrid í vetur en miðið var ekki alveg nógu vel stillt í gær. Undir lok leiks, þegar Madrídingar freistuðu þess að jafna, átti Úrúgvæinn skot sem fór svo hátt yfir að það endaði á svölunum í nálægri blokk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Federico Valverde's attempt to score a late equaliser for Real Madrid at Rayo Vallecano ended up in somebody's living room. pic.twitter.com/4XFt0oxsaa— Sam Street (@samstreetwrites) November 7, 2022 Íbúarnir sem höfðu hópast saman á svölunum til að fylgjast með leiknum voru skiljanlega í skýjunum með að fá minjagrip um þennan merka leik. Luka Modric og Eder Militao skoruðu mörk Real Madrid í leiknum í gær. Liðið er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 32 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira