Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2022 14:08 Hríseyjarferjan Sævar við landfestar í Hrísey. Ferjan siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. Vísir/Atli Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í bókun hverfisráðs Hríseyjar frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að vetraráætlun nú geri ráð fyrir sex til átta ferðum daglega en sumaráætlun átta til tíu ferðum, samtals 2.840 ferðir á ári. „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum,“ segir í bókuninni. Úr Hrísey.Vísir/Vilhelm Vilja „+/-20%“ út úr útboðinu Hverfisráðið fer fram á að áætlunin muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur. Er farið fram á að réttur Vegagerðarinnar til að fjölga eða fækka ferðum tuttugu prósent samningstímanum verði tekið úr útboðinu. Hverfisráðið vill meina að ef fækka ætti ferðum enn frekar liggi fyrir að lítill sparnaður fælist í því að fella út ferðir um miðjan dag. „Ef stytta ætti viðveru áhafnar ferjunnar og taka út fyrstu ferð að morgni [klukkan sjö] eða síðustu ferð að kvöldi [klukkan 23] útilokar það möguleika marga íbúa að sækja atvinnu í land. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ „Starfsmenn í Garðabæ“ Í bókuninni er einnig fjallað um þátttöku Hríseyjar í Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, á árunum 2015 til 2019. „Fækkun ferjuferða gerir okkur mun erfiðara fyrir að vinna að uppbyggingu eyjarinnar og er óskiljanlegt ef starfsmenn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Garðabæ geta haft slíkt áhrif, þvert gegn fyrri velvilja ríkisins varðandi uppbyggingu í Hrísey,“ segir í bókuninni, þar sem vísað er til að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar eru nú í Suðurhrauni í Garðabæ. Hrísey er í Eyjafirði.Vísir/Egill Þá er einnig gagnrýnt að í útboðsgögnum sé ferjuáætlunin ekki skilgreind heldur skulu hún unnin af rekstraraðila og samþykkt af Vegagerðinni. Vill hverfisráðið meina að það sé fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða hvaða ferðir séu farnar. Sömuleiðis þá sé ekki tekið skýrt fram í gögnunum að heimahöfn ferjunnar skuli ávallt vera í Hrísey sem sé afar mikilvægt vegna sjúkraflutninga og viðbragðstíma að koma sjúklingum frá eynni. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar segir að samningstíminn nú sé þrjú ár og með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og skal tilboðum skilað rafrænt í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi. Hríseyjarferjan Sævar siglir milli Hríseyjar og Árskógssands, en Andey ehf er núverandi rekstraraðili ferjunnar. Málið var tekið fyrir fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar á fimmtudaginn. Fer bæjarráð þar sem tekið er undir bókun hverfisráðs Hríseyjar og er bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur falið að fylgja málinu eftir. Hrísey Akureyri Byggðamál Samgöngur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í bókun hverfisráðs Hríseyjar frá því fyrr í mánuðinum kemur fram að vetraráætlun nú geri ráð fyrir sex til átta ferðum daglega en sumaráætlun átta til tíu ferðum, samtals 2.840 ferðir á ári. „Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningarviðburði svo eitthvað sé nefnt. Ferjan er okkar þjóðvegur sem þarf að vera opinn með tíðum og öruggum ferjusiglingum,“ segir í bókuninni. Úr Hrísey.Vísir/Vilhelm Vilja „+/-20%“ út úr útboðinu Hverfisráðið fer fram á að áætlunin muni standa óbreytt með möguleika á upphringiferðum líkt og verið hefur. Er farið fram á að réttur Vegagerðarinnar til að fjölga eða fækka ferðum tuttugu prósent samningstímanum verði tekið úr útboðinu. Hverfisráðið vill meina að ef fækka ætti ferðum enn frekar liggi fyrir að lítill sparnaður fælist í því að fella út ferðir um miðjan dag. „Ef stytta ætti viðveru áhafnar ferjunnar og taka út fyrstu ferð að morgni [klukkan sjö] eða síðustu ferð að kvöldi [klukkan 23] útilokar það möguleika marga íbúa að sækja atvinnu í land. Við samþykkjum því ekki að í kjölfar þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað í Hrísey undanfarin ár verði ferðum ferjunnar fækkað.“ „Starfsmenn í Garðabæ“ Í bókuninni er einnig fjallað um þátttöku Hríseyjar í Brothættum byggðum, verkefni Byggðastofnunar, á árunum 2015 til 2019. „Fækkun ferjuferða gerir okkur mun erfiðara fyrir að vinna að uppbyggingu eyjarinnar og er óskiljanlegt ef starfsmenn á skrifstofu Vegagerðarinnar í Garðabæ geta haft slíkt áhrif, þvert gegn fyrri velvilja ríkisins varðandi uppbyggingu í Hrísey,“ segir í bókuninni, þar sem vísað er til að höfuðstöðvar Vegagerðarinnar eru nú í Suðurhrauni í Garðabæ. Hrísey er í Eyjafirði.Vísir/Egill Þá er einnig gagnrýnt að í útboðsgögnum sé ferjuáætlunin ekki skilgreind heldur skulu hún unnin af rekstraraðila og samþykkt af Vegagerðinni. Vill hverfisráðið meina að það sé fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða hvaða ferðir séu farnar. Sömuleiðis þá sé ekki tekið skýrt fram í gögnunum að heimahöfn ferjunnar skuli ávallt vera í Hrísey sem sé afar mikilvægt vegna sjúkraflutninga og viðbragðstíma að koma sjúklingum frá eynni. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar segir að samningstíminn nú sé þrjú ár og með möguleika á framlengingu allt að tvisvar sinnum, eitt ár í senn. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og skal tilboðum skilað rafrænt í síðasta lagi þriðjudaginn 29. nóvember næstkomandi. Hríseyjarferjan Sævar siglir milli Hríseyjar og Árskógssands, en Andey ehf er núverandi rekstraraðili ferjunnar. Málið var tekið fyrir fundi bæjarráðs Akureyrarbæjar á fimmtudaginn. Fer bæjarráð þar sem tekið er undir bókun hverfisráðs Hríseyjar og er bæjarstjóranum Ásthildi Sturludóttur falið að fylgja málinu eftir.
Hrísey Akureyri Byggðamál Samgöngur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira