„Ég er bara þakklátur og mjög stoltur fyrir að hafa fengið þessi viðbrögð við þeim skilaboðum sem voru þau að við höfum náð mjög miklum árangri og við eigum meira inni. Við erum í miðju verki og ég bara gæti ekki verið glaðari,“ segir Bjarni.
Umræðuna um breytingar innan flokksins segir hann nauðsynlega.
„Eins og þið sjáið hér þegar það koma saman 1700 manns, að við leyfum sjónarmiðum að njóta sín í salnum. Það sem þetta sýnir er metnaðinn í flokknum til að ná lengra.“
Hann bjóst alltaf við því að Guðlaugur hefði góðan stuðning á bak við sig.
„En ég fann fyrir því að ég var með góðan meirihluta fundarins með mér allan tímann,“ sagði Bjarni sem ætlar að fagna sigrinum með vinum og vandamönnum í kvöld.
