Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 23:01 Fjöldi fólks syrgði látin ungmenni í Seúl í Suður-Kóreu í gær. Woohae Cho/Getty Images „Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint. Hátíðarhöld höfðu verið smærri í sniðum síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld af þessari stærð fóru fram í langan tíma og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Lögreglan hefur til aðdraganda hörmunganna til rannsóknar en vitni segja að troðningurinn hafi hafist þegar fjöldi fólks safnaðist saman inni í húsasundi. Greint hefur verið frá því að húsasundið hafi verið um fjórir metrar á breidd, fjörutíu metra langt og hallað niður á við. Þar er fólkið sagt hafa dottið og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Fjölmargir söfnuðust saman í húsasundinu í Itaewon.Chung Sung-Jun/Getty Images Gátu hvorki hreyft sig né andað Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu. Á meðan troðningnum stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundið, án þess að sjá að fólk hafði dottið framar í þrengslunum. Eins og fyrr segir bárust lögreglumönnum í borginni fjölmörg símtöl þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum af aðstæðunum. Strax klukkan 16:00 að staðartíma lýsti bílastæðavörður aðstæðunum sem mjög slæmum. Fleiri lýstu yfir áhyggjum og klukkan 18:34 barst lögreglu fyrsta símtal af mörgum. „Þetta lítur ekki vel út, mér líður eins og fólk gæti troðist undir, ég komst varla undan sjálfur. Ég held að þið verðið að koma á vettvang, það eru einfaldlega allt of margir hérna,“ sagði maður í símtali við lögreglu. Fleiri lýstu sambærilegum aðstæðum í kjölfarið. Lögregla brást ekki hratt við. CNN greinir frá. Alls létu 159 lífið og fjölmargir slösuðust.Chung Sung-Jun/Getty Images Grátbað lögreglu um aðstoð Rétt eftir 20:30 barst lögreglu símtal þar sem viðmælandi grátbað lögreglu að mæta á staðinn. Troðningur færðist enda mikið í aukana milli átta og níu. Og áfram bættist í hópinn. Loks klukkan 21:30 bárust fregnir af því að einhver hafi látið lífið í troðningnum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfarið. Sjúkraliðar reyndu að veita skyndihjálp sem reyndist torvelt vegna fólksfjöldans. Neyðarástandi var lýst yfir um miðnætti, þar sem fólk var beðið um að fara ekki inn í Itaewon, hverfið þar sem troðningurinn átti sér stað. Sjúkrahús í borginni voru í viðbragðsstöðu. Skömmu eftir miðnætti, klukkan 00:30, fóru myndbönd af líkpokum og sjúkraliðum á vettvangi í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu að minnst 59 væru látnir klukkan 01:00 og að fjölda væri saknað. Yfirvöld í Seúl viðurkenndu mistök í vikunni og sögðu að ráðstafanir og skipulag alls ekki hafa verið fullnægjandi. Ríkisstjórn landsins muni gera allt til að koma í veg fyrir að sambærilegar hörmungar endurtaki sig og að yfirvöld hafi átt að bregðast fyrr við. Mikill meirihluta þeirra sem létust í troðningnum voru ungt fólk og hafa aðstandendur syrgt látin ungmenni á samfélagsmiðlum. Slysið er það annað mannskæðasta sem orðið hefur í sögu Suður-Kóreu. Hér að neðan er ítarleg sjónvarpsfrétt CNN um málið. Suður-Kórea Hrekkjavaka Tengdar fréttir Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Hátíðarhöld höfðu verið smærri í sniðum síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld af þessari stærð fóru fram í langan tíma og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Lögreglan hefur til aðdraganda hörmunganna til rannsóknar en vitni segja að troðningurinn hafi hafist þegar fjöldi fólks safnaðist saman inni í húsasundi. Greint hefur verið frá því að húsasundið hafi verið um fjórir metrar á breidd, fjörutíu metra langt og hallað niður á við. Þar er fólkið sagt hafa dottið og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Fjölmargir söfnuðust saman í húsasundinu í Itaewon.Chung Sung-Jun/Getty Images Gátu hvorki hreyft sig né andað Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu. Á meðan troðningnum stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundið, án þess að sjá að fólk hafði dottið framar í þrengslunum. Eins og fyrr segir bárust lögreglumönnum í borginni fjölmörg símtöl þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum af aðstæðunum. Strax klukkan 16:00 að staðartíma lýsti bílastæðavörður aðstæðunum sem mjög slæmum. Fleiri lýstu yfir áhyggjum og klukkan 18:34 barst lögreglu fyrsta símtal af mörgum. „Þetta lítur ekki vel út, mér líður eins og fólk gæti troðist undir, ég komst varla undan sjálfur. Ég held að þið verðið að koma á vettvang, það eru einfaldlega allt of margir hérna,“ sagði maður í símtali við lögreglu. Fleiri lýstu sambærilegum aðstæðum í kjölfarið. Lögregla brást ekki hratt við. CNN greinir frá. Alls létu 159 lífið og fjölmargir slösuðust.Chung Sung-Jun/Getty Images Grátbað lögreglu um aðstoð Rétt eftir 20:30 barst lögreglu símtal þar sem viðmælandi grátbað lögreglu að mæta á staðinn. Troðningur færðist enda mikið í aukana milli átta og níu. Og áfram bættist í hópinn. Loks klukkan 21:30 bárust fregnir af því að einhver hafi látið lífið í troðningnum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfarið. Sjúkraliðar reyndu að veita skyndihjálp sem reyndist torvelt vegna fólksfjöldans. Neyðarástandi var lýst yfir um miðnætti, þar sem fólk var beðið um að fara ekki inn í Itaewon, hverfið þar sem troðningurinn átti sér stað. Sjúkrahús í borginni voru í viðbragðsstöðu. Skömmu eftir miðnætti, klukkan 00:30, fóru myndbönd af líkpokum og sjúkraliðum á vettvangi í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu að minnst 59 væru látnir klukkan 01:00 og að fjölda væri saknað. Yfirvöld í Seúl viðurkenndu mistök í vikunni og sögðu að ráðstafanir og skipulag alls ekki hafa verið fullnægjandi. Ríkisstjórn landsins muni gera allt til að koma í veg fyrir að sambærilegar hörmungar endurtaki sig og að yfirvöld hafi átt að bregðast fyrr við. Mikill meirihluta þeirra sem létust í troðningnum voru ungt fólk og hafa aðstandendur syrgt látin ungmenni á samfélagsmiðlum. Slysið er það annað mannskæðasta sem orðið hefur í sögu Suður-Kóreu. Hér að neðan er ítarleg sjónvarpsfrétt CNN um málið.
Suður-Kórea Hrekkjavaka Tengdar fréttir Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42
Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34