„Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 12:30 Andrea Jakobsdóttir er bjartsýn fyrir leikina tvo gegn Ísrael um helgina. Vísir/Skjáskot Andrea Jakobsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina sem mætir Ísrael í tvígang í forkeppni heimsmeistaramótsins. Hún er bjartsýn fyrir verkefnið og segir ferð liðsins til Færeyja hafa þjappað hópnum vel saman. „Við höfum æft mjög vel og það er góður andi í hópnum. Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna,“ sagði Andrea í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu landsliðsins í vikunni. Andrea leikur með danska liðinu Álaborg sem er í efsta sæti næst efstu deidar þar í landi. Íslenska liðið lék tvo leiki gegn Færeyjum um síðustu helgi og hefur nýtt vikuna vel í æfingar. „Þessi ferð um helgina var ótrúlega góð fyrir hópinn, mikið hópefli og góður hópur. Við þurftum aðeins að fínpússa upphlaupin hjá okkur og vörnina og við höfum gert það núna í vikunni. Það er búið að ganga rosa vel og ég held þetta verði gott núna um helgina,“ bætti Andrea við og sagði að verkefnið gegn Ísrael um helgina legðist vel í sig. „Þær eru reyndar eiginlega bara með nýtt lið, við vitum ekki hvaða leikmenn koma með. Þetta er andstæðingur sem við megum ekki vanmeta en við komum inn fullar af sjálfstrausti og ætlum okkur góða hluti.“ „Þær eru með flottar íþróttakonur í þessu liði. Það eru tveir nýir leikmenn frá Úkraínu sem við erum ekki með nein myndbönd af. Við erum bara með gamla leiki af þeim þannig að við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt.“ Allt viðtalið við Andreu má sjá hér fyrir neðan þar sem hún ræðir meðal annars vistaskipti sín í sumar þar sem hún færði sig um set frá Kristianstad í Svíþjóð til Álaborgar. Klippa: Viðtal við Andreu Jakobsen Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
„Við höfum æft mjög vel og það er góður andi í hópnum. Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna,“ sagði Andrea í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir æfingu landsliðsins í vikunni. Andrea leikur með danska liðinu Álaborg sem er í efsta sæti næst efstu deidar þar í landi. Íslenska liðið lék tvo leiki gegn Færeyjum um síðustu helgi og hefur nýtt vikuna vel í æfingar. „Þessi ferð um helgina var ótrúlega góð fyrir hópinn, mikið hópefli og góður hópur. Við þurftum aðeins að fínpússa upphlaupin hjá okkur og vörnina og við höfum gert það núna í vikunni. Það er búið að ganga rosa vel og ég held þetta verði gott núna um helgina,“ bætti Andrea við og sagði að verkefnið gegn Ísrael um helgina legðist vel í sig. „Þær eru reyndar eiginlega bara með nýtt lið, við vitum ekki hvaða leikmenn koma með. Þetta er andstæðingur sem við megum ekki vanmeta en við komum inn fullar af sjálfstrausti og ætlum okkur góða hluti.“ „Þær eru með flottar íþróttakonur í þessu liði. Það eru tveir nýir leikmenn frá Úkraínu sem við erum ekki með nein myndbönd af. Við erum bara með gamla leiki af þeim þannig að við þurfum að vera undirbúnar fyrir allt.“ Allt viðtalið við Andreu má sjá hér fyrir neðan þar sem hún ræðir meðal annars vistaskipti sín í sumar þar sem hún færði sig um set frá Kristianstad í Svíþjóð til Álaborgar. Klippa: Viðtal við Andreu Jakobsen
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15 Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Handbolti Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Handbolti Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Formúla 1 Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Enski boltinn Endurkomusigur United á Selhurst Park Enski boltinn Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Enski boltinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enski boltinn Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. 5. nóvember 2022 11:15