Klopp um HM í Katar: „Öllum er sama um leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 09:00 Klopp ræðir við Mohamed Salah, stjörnu Liverpool. AP Photo/Jon Super Jürgen Klopp, þjálfari enska fótboltaliðsins Liverpool, segir það gjörsamlega galið að HM í Katar hefjist aðeins viku eftir að enska úrvalsdeildin fer í frí. Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur. Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira
Þann 20. nóvember næstkomandi hefst HM í Katar, landi sem hefur harðlega gagnrýnt fyrir framkomu sína í garðs verkafólks sem og fyrir að virða mannréttindi að vettugi. Að mótið sé haldið um vetur er heldur ekki að heilla marga. Er Klopp þar á meðal. Hann fór mikinn á blaðamannafundi í dag en lið hans mætir Tottenham Hotspur á sunnudaginn kemur. Gríðarlegt álag hefur verið á leikmönnum stærstu deilda í heimi undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmargir hafa meiðst og missa af HM á meðan aðrir eru í kapphlaupi við tímann en munu að öllum líkindum missa af HM. „Ég hata þetta umræðuefni. Þessi vandamál voru svo augljós frá degi eitt og enginn sagði neitt þangað til það voru aðeins þrjár eða fjórar vikur í HM. Að menn séu að meiðast seint á tímabilinu og missi af HM er ekkert nýtt. Eftir langt tímabil gerist það, sama hvar í heiminum.“ „En nú erum við að byrja heimsmeistaramót aðeins viku eftir síðasta deildarleikinn, það er stærri áhætta. Gjörsamlega galið.“ „Öllum er sama um okkur og hvernig við þurfum að meðhöndla þessar aðstæður. Hvað á ég að gera? Á ég að spyrja leikmennina fyrir leikina gegn Southampton eða Derby County „hvort þeir virkilega vilji spila?“ Við erum öll sek fyrir að hafa leyft þessu að gerast í fyrsta lagi. Nú þegar það er að gerast þá verðum við að samþykkja það og er skelfilegt fyrir leikmennina sem meiðast og geta ekki spilað. En hvernig eigum við að breyta því?“ Liverpool mætir Tottenham á sunnudag, Derby County í deildarbikarnum á miðvikudag og Southampton í deildinni þann 12. nóvember áður en deildin fer í frí á meðan HM stendur.
Fótbolti Enski boltinn HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00 Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45 Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Sjá meira
Umboðsmaður þýska stjórans: Klopp er ekki að fara að hætta með Liverpool Liverpool vann 2-0 sigur á Napoli í Meistaradeildinni í gær og létti aðeins af pressunni á liðinu eftir tvö vandræðaleg töp í röð í ensku úrvalsdeildinni fyrir liðum í fallsæti. 2. nóvember 2022 13:00
Klopp biður fólk um að dæma Liverpool ekki fyrr en eftir tímabilið Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liveprool, segir það ekki sanngjarnt að fólk dæmi um það hvort velgengni liðsins sé lokið í bili á þessum tímapunkti. Hann segir að slíkir sleggjudómar ættu frekar að falla að tímabilinu loknu. 1. nóvember 2022 17:45
Segir baráttuandann enn til staðar og fór svo að tala um launaseðilinn sinn „Ég er 55 ára gamall, ég vakna tvisvar sinnum á hverri nóttu til að fara á klósettið. Þess vegna vakna ég vanalega en í þetta skipti var markið mér efst í huga,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, og uppskar mikinn hlátur á blaðamannafundi kvöldsins fyrir leik morgundagsins gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu. 31. október 2022 23:01