Sport

Dag­skráin í dag: Fimm­tán beinar út­sendingar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Los Angeles Lakers er í beinni í dag.
Los Angeles Lakers er í beinni í dag. Jamie Schwaberow/Getty Images

Það má segja að um sé að ræða sunnudag til sælu á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Hvorki meira né minna en 15 beinar útsendingar eru á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 16.50 er leikur Aftureldingar og KA í Olís deild karla í handbolta á dagskrá. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.20 í sömu deild.

Stöð 2 Sport 2

Sjónvarpsstjörnurnar í Wrexham mæta Oldham í FA bikarnum í fótbolta, þeirri elstu og virtustu, klukkan 12.20. Þar á eftir mætast Torquay og Derby County klukkan 14.50.

Chicago Bears og Miami Dolphins mætst í NFL deildinni klukkan 18.00. Klukkan 21.20 er komið að Tampa Bay Buccaneers og meisturunum í Los Angeles Rams.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 11.20 er leikur Bologna og Torino í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, á dagskrá. Leikur Sampdoria og Fiorentina í sömu deild er á dagskrá klukkan 13.50.

Klukkan 16.50 er borgarslagurinn um Róm á dagskrá en þá mætast Roma og Lazio í Serie A. Þar á eftir mætast Juventus og Inter klukkan 19.35.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15.40 er komið að leik Barca og Básquet Girona í ACB deildinni, spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Klukkan 20.30 mætast Los Angeles Lakers og Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 10.30 er Rolex Challenge Tour Grand Final mótið í golfi á dagskrá, mótið er hluti af DP World mótaröðinni. 

World Wide Technology Championship mótið í golfi hefst 19.00, það er hluti af PGA mótaröðinni.

Stöð 2 Esport

Sandkassinn er á dagskrá klukkan 21.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×