Khan, sem er sjötíu ára gamall, var að leiða mótmæli þar sem hann og stuðningsmenn hans kröfðust þess að haldnar yrðu kosningar í kjölfar þess að honum var komið frá völdum.
Ráðgjafi forsætisráðherrans fyrrverandi sagði AFP fréttaveitunni að um banatilræði hafi verið að ræða en Khan særðist á fæti. Árásarmaðurinn er sagður hafa verið vopnaður sjálfvirku vopni en hann er sagður hafa verið handtekinn.
Í frétt BBC segir frá því að í síðasta mánuði hafi yfirkjörstjórn Pakistans meinað Khan að bjóða sig fram til embættis á nýjan leik. Hann hefur verið sakaður um spillingu í tengslum við gjafir frá erlendum erindrekum.
Shehbaz Sharif, núverandi forsætisráðherra, hefur fordæmt árásina og heitir því að málið verði rannsakað til hlítar.
WARNING: GRAPHIC CONTENT - Former Pakistan Prime Minister Imran Khan was wounded in the shin when his convoy was shot at in Wazirabad, nearly 200 km from the capital, Islamabad, an aide said https://t.co/kjN23t0ANl pic.twitter.com/qiFKrSCKig
— Reuters (@Reuters) November 3, 2022