Sýndu magnaða ræðu Messi fyrir úrslitaleikinn í Copa America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 09:01 Lionel Messi tók við bikarnum eftir sigur Argentínu í Suður-Ameríkubikarnum og var heldur betur kátur. Getty/Buda Mendes Það styttist í það að heimsmeistarakeppnin hefjist í Katar og þar verða augu margra á Argentínumanninum Lionel Messi sem fær þar síðasta tækifærið til að kóróna feril sinn með heimsmeistaratitli. Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a> Copa América Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira
Messi vann loksins titil með argentínska landsliðinu í fyrra þegar liðið varð Suður-Ameríkumeistari eftir 1-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik. Nú er kominn út ný heimildarmynd um þessa Suður-Ameríkukeppni 2021, keppni sem fór fram í Brasilíu ári seinna en átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu. Ástæðan var auðvitað kórónuveiran. Netflix framleiðir heimildarmyndina um sigur Argentínu og heitir hún „Sean eternos: Campeones de America“ eða „Verðið eilífir: Meistarar Suður-Ameríku“ ef við reynum að þýða þetta á íslensku. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það má sjá ræðu Messi í kynningarmyndbandi fyrir myndina og það er óhætt að það sé áhrifaríkt að hlusta á ástríðufullan Messi reyna að kveikja í sínum mönnum. Hann var búinn að bíða lengi eftir að vinna gull með Argentínu og fengið að upplifa nokkur töp í úrslitaleikjum. „Fjörutíu og fimm dagar án þess að sjá fjölskyldu ykkar strákar,“ sagði Lionel Messi í klefanum fyrir leik. „Við settum okkur markmið og erum einu litlu skrefi frá því að ná því,“ hélt Messi áfram. „Það er ekkert sem heitir tilviljun strákar. Vitið þið hvað? Það átti að spila um þennan bikar í Argentínu en guð fór með hann hingað. Guð fór með hann hingað svo við gætum lyft honum á Maracana vellinum strákar. Hvað gæti verið fallegra fyrir alla,“ sagði Messi. „Við skulum því fara út fullir sjálfstraust en um leið yfirvegaðir því við ætlum að taka þennan bikar með okkur heim,“ sagði Messi. Argentína vann úrslitaleikinn 1-0 með marki frá Ángel Di María. Lionel Messi varð markakóngur keppninnar og einnig kosinn besti leikmaðurinn. Hann fékk síðan Gullhnöttinn ekki síst fyrir þessa frammistöðu sína í Copa America. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zkmxFvWu8Bc">watch on YouTube</a>
Copa América Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Sjá meira