Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2022 10:45 RavlE á heiðurinn af Elko tilþrifum gærkvöldsins. Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. NÚ og Viðstöðu áttust við í fyrri viðureign gærkvöldsins þegar áttunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst. Liðin mættust á kortinu Mirage og voru það að lokum liðsmenn NÚ sem höfðu betur og lyftu sér þar með í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. Þegar staðan var 11-4, NÚ í vil, var RavlE einn á móti þrem liðsmönnum Viðstöðu. Ekki nóg með það heldur var hann aðeins vopnaður skammbyssu og því var ólíklegt að hann myndi hafa betur í þessum aðstæðum. RavlE lét það þó ekki stoppa sig og tók út bæði xeny og blazter áður en hann kom sprengjunni fyrir á sprengjusæði A. Hann var svo ekkert að bíða eftir því að sprengjan myndi klára lotuna heldur tók hann einnig út Tony til að tryggja sigurinn í lotunni og breyta stöðunni þannig í 12-4. Klippa: Elko tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport
NÚ og Viðstöðu áttust við í fyrri viðureign gærkvöldsins þegar áttunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst. Liðin mættust á kortinu Mirage og voru það að lokum liðsmenn NÚ sem höfðu betur og lyftu sér þar með í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. Þegar staðan var 11-4, NÚ í vil, var RavlE einn á móti þrem liðsmönnum Viðstöðu. Ekki nóg með það heldur var hann aðeins vopnaður skammbyssu og því var ólíklegt að hann myndi hafa betur í þessum aðstæðum. RavlE lét það þó ekki stoppa sig og tók út bæði xeny og blazter áður en hann kom sprengjunni fyrir á sprengjusæði A. Hann var svo ekkert að bíða eftir því að sprengjan myndi klára lotuna heldur tók hann einnig út Tony til að tryggja sigurinn í lotunni og breyta stöðunni þannig í 12-4. Klippa: Elko tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport