Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2022 10:45 RavlE á heiðurinn af Elko tilþrifum gærkvöldsins. Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. NÚ og Viðstöðu áttust við í fyrri viðureign gærkvöldsins þegar áttunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst. Liðin mættust á kortinu Mirage og voru það að lokum liðsmenn NÚ sem höfðu betur og lyftu sér þar með í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. Þegar staðan var 11-4, NÚ í vil, var RavlE einn á móti þrem liðsmönnum Viðstöðu. Ekki nóg með það heldur var hann aðeins vopnaður skammbyssu og því var ólíklegt að hann myndi hafa betur í þessum aðstæðum. RavlE lét það þó ekki stoppa sig og tók út bæði xeny og blazter áður en hann kom sprengjunni fyrir á sprengjusæði A. Hann var svo ekkert að bíða eftir því að sprengjan myndi klára lotuna heldur tók hann einnig út Tony til að tryggja sigurinn í lotunni og breyta stöðunni þannig í 12-4. Klippa: Elko tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti
NÚ og Viðstöðu áttust við í fyrri viðureign gærkvöldsins þegar áttunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst. Liðin mættust á kortinu Mirage og voru það að lokum liðsmenn NÚ sem höfðu betur og lyftu sér þar með í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. Þegar staðan var 11-4, NÚ í vil, var RavlE einn á móti þrem liðsmönnum Viðstöðu. Ekki nóg með það heldur var hann aðeins vopnaður skammbyssu og því var ólíklegt að hann myndi hafa betur í þessum aðstæðum. RavlE lét það þó ekki stoppa sig og tók út bæði xeny og blazter áður en hann kom sprengjunni fyrir á sprengjusæði A. Hann var svo ekkert að bíða eftir því að sprengjan myndi klára lotuna heldur tók hann einnig út Tony til að tryggja sigurinn í lotunni og breyta stöðunni þannig í 12-4. Klippa: Elko tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti