Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2022 07:51 Mette Frederiksen fagnaði í nótt. AP Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær. Frederiksen benti á að meirihluti sé fyrir því að henni verði falið að mynda ríkisstjórn og eru allar líkur á að drottningin muni Frederiksen formlegt umboð til þess. Rauða blokkin, undir forystu Frederiksen, hlaut naumasta mögulega meirihluta – níutíu þingmenn – ef taldir eru með annar af tveimur nýjum þingmönnum Færeyinga og báðir þingmenn Grænlendinga. Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkurinn töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að mynduð yrði ný „breið“ ríkisstjórn. Frederiksen endurtók það í nótt, eftir að niðurstaða lá fyrir, að fráfarandi ríkisstjórn myndi fara frá og að hún myndi ganga á fund drottningar. Áfram verði stefnt að „breiðri stjórn“, það er að leitast yrði eftir því að mynda stjórn með flokkum sem standa utan rauðu blokkarinnar. Hún sagði það vera það sem kæmi Danmörku best. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Moderaterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut 9,3 prósent atkvæða í kosningunum í gær og tryggði flokkurinn sér sextán þingsæti. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Frederiksen benti á að meirihluti sé fyrir því að henni verði falið að mynda ríkisstjórn og eru allar líkur á að drottningin muni Frederiksen formlegt umboð til þess. Rauða blokkin, undir forystu Frederiksen, hlaut naumasta mögulega meirihluta – níutíu þingmenn – ef taldir eru með annar af tveimur nýjum þingmönnum Færeyinga og báðir þingmenn Grænlendinga. Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkurinn töluðu fyrir því í kosningabaráttunni að mynduð yrði ný „breið“ ríkisstjórn. Frederiksen endurtók það í nótt, eftir að niðurstaða lá fyrir, að fráfarandi ríkisstjórn myndi fara frá og að hún myndi ganga á fund drottningar. Áfram verði stefnt að „breiðri stjórn“, það er að leitast yrði eftir því að mynda stjórn með flokkum sem standa utan rauðu blokkarinnar. Hún sagði það vera það sem kæmi Danmörku best. Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11) Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen forsætisráðherra fékk 27,5 prósent atkvæða sem svarar til fimmtíu þingsæta. Flokkurinn bætti við sig tveimur sætum og styrkti stöðu sína á þinginu. Moderaterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, hlaut 9,3 prósent atkvæða í kosningunum í gær og tryggði flokkurinn sér sextán þingsæti.
Fylgi og skipting þingsæta (innan sviga er fylgi í kosningunum 2019 og svo breyting á þingsætum frá fyrri kosningum): Jafnaðarmannaflokkurinn 27,5% (25,9%), 50 (+2) Venstre 13,3% (23,4%), 23 (-20) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð), 16 Sósíalíski þjóðarflokkurinn 8,3% (7,7%), 15 (+1) Danmerkurdemókratar 8,1% (nýtt framboð), 14 Frjálslynda bandalagið 7,9% (2,3%), 14 (+10) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%), 10 (-2) Einingarlistinn 5,2% (6,9%), 9 (-4) Radikale Venstre 3,8% (8,6%), 7 (-9) Nýir borgaralegir 3,7% (2,4%), 6 (+2) Valkosturinn 3,3% (3,0%), 6 (+1) Danski þjóðarflokkurinn 2,6% (8,7%), 5 (-11)
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36 Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Mette með pálmann í höndunum eftir sviptingar á ögurstundu Mette Frederiksen og Jafnaðarmannaflokkur hennar styrktu stöðu sína í þingkosningunum í Danmörku í kvöld. Afar mjótt var á munum og leit í fyrstu út fyrir að Moderaterne yrðu í lykilstöðu við myndun ríkisstjórnar. Nú er ljóst að Frederiksen getur myndað meirihlutastjórn með vinstri flokkum. 2. nóvember 2022 01:36
Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22