Niðurstöðu að vænta síðdegis á sunnudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:26 Guðlaugur Þór hefur sagt að staða Sjálfstæðisflokksins hafi versnað í stjórnartíð Bjarna. Vísir/Vilhelm Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma. Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45