Sport

Dagskráin í dag: Lokaleikir riðlakeppni Meistaradeildarinnar, Subway-deildin, golf og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Olivier Giroud og félagar hans í AC Milan vilja tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Olivier Giroud og félagar hans í AC Milan vilja tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images

Meistaradeild Evrópu verður í aðalhlutverki á sportrásum Stöðvar 2 sem bjóða upp á 13 beinar útsendingar í dag og í kvöld.

Við hefjum leik á tveimur viðureignum í UEFA Youth League þar sem AC Milan tekur á móti Salzburg klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2 áður en Juventus tekur á móti PSG klukkan 14:55 á sömu rás.

Þá eru einnig tveir leikir í Subway-deild kvenna í beinni útsendingu í kvöld þegar Valskonur sækja Breiðablik heim á Stöð 2 Sport klukkan 18:05 áður en Njarðvík og Keflavík eigast við í nágrannaslag á sömu rás klukkan 20:05.

Mál málanna í kvöld er þó líklega Meistaradeild Evrópu, en framundan eru seinustu leikir riðlakeppninnar.

Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst stundvíslega klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2 áður en fjórir leikir taka við í beinni útsendingu klukkan 19:50. AC Milan tekur á móti Salzburg í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum á Stöð 2 sport 2, Íslendingaliðið FCK tekur á móti Dortmund á Stöð 2 Sport 3, Juventus og PSG eigast við á Stöð 2 Sport 4 og á Stöð 2 sport 5 fer Benfica í heimsókn til Maccabi Haifa.

Að öllum þessum leikjum loknum verða Meistaradeildarmörkin á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.

Þá eru stelpurnar í Babe Patrol með sinn vikulega þátt á sínum stað á Stöð 2 eSport klukkan 21:00 og fyrir nátthrafna verður sýnt frá tveimur golfmótum eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×