Mette nær ekki að mynda meirihluta án Moderaterne Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 19:08 Engin fylkinga mun ná að mynda meirihluta 90 þingsæta án Moderaterne samkvæmt útgönguspám. Nordicphotos/AFP Mette Fredriksen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, heldur ekki meirihluta samkvæmt fyrstu útgönguspám. Erfitt verður að mynda ríkisstjórn án Moderaterne, samkvæmt nýjustu tölum. Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Sjá meira
Danska ríkissjónvarpið greinir frá því að kjörsókn hafi verið um 81,1 prósent. Vinstriblokkin, með Mette Fredriksen í fararbroddi, nær 85 þingmönnum inn samkvæmt spám. Hægriblokkin nær 73 þingmönnum inn en hið nýja framboð Moderaterne fær 17 menn inn. Hafa ber í huga að þetta er spá Danska ríkissjónvarpsins og geta tölurnar breyst eftir því sem líður á kvöldið. Moderaterne virðist því vera í lykilstöðu við myndun nýrrar ríkisstjórnar og fagnaði Lars Løkke Rasmussen formaður flokksins ákaft þegar spár voru kynntar klukkan 19 að íslenskum tíma. Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%) Útgönguspár virðast vera í samræmi við skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í aðdraganda kosninganna; að hvorki hægriblokkin né vinstriblokkin muni ná þeim níutíu þingsætum sem þarf til að mynda meirihluta. Utan bandalaga eru einmitt Moderaterne sem mælast nú með 9,3 prósent fylgi. Formaðurinn, Lars Løkke, var forsætisráðherra Danmerkur á árunum 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019. Hann sagði skilið við hægriflokkinn Venstre árið 2019 eftir að hafa misst formannsstólinn í hendur Jakob Ellen-Jensen í kjölfar ósigurs í kosningunum sama ár. Løkke tilkynnti svo um stofnun nýs flokks í júní 2021, Moderaterne, sem hann hefur lýst sem miðjuflokki. Fylgi flokksins hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði. Løkke hefur sagt markmiðið með stofnun flokksins vera að brjóta upp „lásana“ milli hægri- og vinstrivængsins og koma á ríkisstjórn flokka yfir miðjuna. Løkke hefur sagt að hann vilji komast í ríkisstjórn en að ljóst sé að Jafnaðarmannaflokkur Frederiksen yrði að vera hluti af slíkri stjórn. Stóru flokkarnir í dönskum stjórnmálum – Jafnaðarmannaflokkurinn og Venstre – hafa báðir varað kjósendur við að kjósa Moderaterne, og vilja meina að atkvæði greitt þeim sé atkvæði greitt hinni blokkinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fyrstu tölur samkvæmt útgönguspám (innan sviga er fylgið í kosningum 2019) Jafnaðarmannaflokkurinn 23,1% (25,9%) Venstre 13,5% (23,4%) Moderaterne 9,3% (nýtt framboð) Danmerkurdemókratar 6,9% (nýtt framboð) Sósíalíski þjóðarflokkurinn 9,6% (7,7%) Einingarlistinn 6,2% (6,9%) Íhaldsflokkurinn 5,5% (6,6%) Frjálslynda bandalagið 9,0% (2,3%) Nýir borgaralegir 3,8% (2,4%) Radikale Venstre 4,7% (8,6%) Danski þjóðarflokkurinn 2,5% (8,7%) Valkosturinn 3,9% (3,0%)
Þingkosningar í Danmörku Danmörk Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Sjá meira