Blússandi aðsókn í Skógarböðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2022 21:05 Eigendur Skógabaðanna, Finnur og Sigríður María, sem eru alsæl með hvað reksturinn hefur gengið vel frá því að þau opnuðu 22. maí í vor. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsóknin að Skógarböðunum í Eyjafirði gegnt Akureyri hefur verið miklu meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir en nú hafa tæplega sextíu þúsund manns heimsótt böðin frá því að þau opnuðu í vor. Næsta skref er að byggja Spa hótel við böðin með hundrað og tuttugu herbergjum. Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Staðsetning baðanna er einstök en þau standa gegnt Akureyri við rætur Vaðlaheiðar í skógi, sem umlykur böðin. Eigendurnir segja að viðtökur við Skógarböðunum hafi verið miklu betri en þau þorðu nokkurn tímann að vona en opnað var 22. maí í vor. „Þetta er bara búið að ganga rosalega vel og við hlökkum til næsta árs. Við erum að taka á móti þúsund manns á dag þegar vel gengur,“ segir Finnur Aðalbjörnsson og kona hans, Sigríður María Hammer bætir við. „Fyrstu áætlanir voru 50 þúsund manns fyrir fyrsta árið, fyrsta rekstrarárið, þannig að við erum langt fyrir ofan það.“ Hverju þakkið þið þessar vinsældir? „Það er ekki gott að segja, útsýninu aðallega og veðursældinni hérna held ég. Svo hefur fólk verið ótrúlega duglegt að fjalla fallega um okkur og böðin, já, ég held að þetta hafi bara selt sig pínulítið sjálft,“ segir Finnur og Sigríður tekur heilshugar undir hans orð. „Já, þessu hefur verið tekið einstaklega vel af heimamönnum og allir verið mjög jákvæðir.“ Það fer einstaklega vel um gesti Skógarbaðanna í stórkostlegu umhverfi þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá gestum með Skógarböðin. „Mér finnst þetta bara æðislegt. Ég er að koma í fyrsta sinn, þetta er bara geggjað, ég á pottþétt eftir að koma aftur með fjölskyldunni,“ sagði Steinunn Þorvaldsdóttir gestur Skógarbaðanna. Finnur og Sigríður eru ekki hætt, því nú á að fara að byggja hótel við Skógarböðin. „Planið er að þetta verði Spa hótel, sem við viljum samtvinna Skógarböðunum að sjálfsögðu. Þetta verða 120 herbergi, sem við gerum ráð fyrir og að það verði þannig að gestirnir geti haft búningsaðstöðu og sturtu og jafnvel sána í hótelinu og síðan geta þeir bara gengið hérna í sloppnum á þar til gerðum stígum í gegnum skóginn þessa 90 metra og komið hérna út um annað hlið og farið beint ofan í böðin,“ segir Sigríður María. Nú stendur til að byggja 120 herbergja Spa hótel við Skógarböðin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Akureyri Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira