Drottning veitir Mette sennilega umboð til myndunar nýrrar stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2022 13:28 Líklegt þykir að Margrét Þórhildur drottning danmerkur veiti Mette Frederiksen fyrst umboð til myndun nýrrar ríkisstjórnar. AP/Sergei Grits Formaður Norræna félagsins telur líklegt að Margrét önnur Danadrottning muni veita Mette Frederiksen forsætisráðherra fyrstri umboð til myndun nýrrar stjórnarað loknum þingkosningum í Danmörku í dag. Enda hafi leiðtogi nýs miðjuflokks opnað á samstarf við vinstriflokkana. Lars Lökke Rasmussen formaður Moderaterne og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre er í lykilstöðu samkvæmt könnunum.AP/Sergei Grits Kannanir benda til að hvorki hægri- né vinstriblokk flokka nái tilskyldum fjölda þingmanna til að mynda meirihluta á danska þinginu. Met fjöldi flokkka er í framboði í þingkosningunum í Danmörku eða 14. Fyrstu útgönguspár verða birtar klukkan sjö að íslenskum tíma en að lágmarki 90 þingmenn þarf til að styðja ríkisstjórn. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur fær rembingskoss frá Bo Tengberg eiginmanni sínum eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum í morgun.AP/Sergei Grits Mette Frederiksen formaður danska Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra frá kosningum 2019 boðaði til snemmbúinna kosninga í haust eftir að Radikale Venstre, sem varði minnihlutastjórn Frederiksen falli. Flokkurinn hótaði að bera fram vantrauststillögu á stjórn hennar ef hún boðaði ekki til kosninga vegna deilna um ákvörðun stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu á tímum kórónuveirufaraldursins. Venjulega kjósa Danir milli tveggja blokka flokka til hægri og vinstri en nú benda kannanir til að hvorug blokkin fái tilskilinn meirihluta til að mynda stjórn. Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra og formaður hægri flokksins Venstre gæti því verið í lykilstöðu. Hann stofnaði nýjan flokk, Moderatana eftir að hann tapaði formannsembættinu eftir kosningaósigur í síðustu kosningum og hefur opnað á samstarf bæði til hægri og vinstri. Hrannar B. Arnarson formaður Norræna félagsins telur klókt hjá forsætisráðherra Danmerkur að hafa opnað á samstarf við nýjan miðjuflokk um myndun ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Hrannar B. Arnarson formaður Norræna félagsins segir það geta orðið mikið púsluspil að mynda nýja stjórn. Margir flokkar væru í framboði og margir þeirrar nýjir. „Það sem manni sýnist einhvern vegin samt vera í kortunum er að það verði til einhvers konar miðjustjórn með Mette Fridreksen sem forsætisráðherra,“ segir Hrannar. Það yrðu sannarlega tíðindi ef mynduð yrði slík stjórn með stuðningi Lars Løkke. „En nýi flokkur Lars Løkke hefur sagt frá upphafi að hann vilji stjórn yfir miðjuna. Hægri blokkin hefur ekki haft vit á því að opna fyrir þann möguleika sem Mette Fredirksen hefur gert,“ segir Hrannar. Lars Lökke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra er gamall refur í dönskum stjórnmálum og hefur opnað fyrir samstarf bæði til hægri og vinstri með nýjum miðjuflokki sínum.AP/Martin Sylves Ef að slíkri vinstri-miðjustjórn yrði mynduð væri samt ekki víst að allir þeir flokkar sem styddu þannig stjórn ættu ráðherra í nýrri stjórn sem yrði þá minnihlutastjórn. „Þannig að þegar kemur að því að leiðtogarnir ræða við drottninguna og segja á hvern þeir bendi sem fyrsta leiðtoga til að reyna að mynda stjórn getur Lars Lökke í rauninni ekki annað en bent á Mette. Því hann þarf að vera trúr sinni afstöðu um stjórn yfir miðjuna,“ sagði Hrannar B. Arnarson. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Færeyingar kjósa nýja þingmenn sína á danska þinginu Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna. 31. október 2022 08:34 Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24. október 2022 14:01 Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Lars Lökke Rasmussen formaður Moderaterne og fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Venstre er í lykilstöðu samkvæmt könnunum.AP/Sergei Grits Kannanir benda til að hvorki hægri- né vinstriblokk flokka nái tilskyldum fjölda þingmanna til að mynda meirihluta á danska þinginu. Met fjöldi flokkka er í framboði í þingkosningunum í Danmörku eða 14. Fyrstu útgönguspár verða birtar klukkan sjö að íslenskum tíma en að lágmarki 90 þingmenn þarf til að styðja ríkisstjórn. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur fær rembingskoss frá Bo Tengberg eiginmanni sínum eftir að hafa greitt atkvæði í þingkosningunum í morgun.AP/Sergei Grits Mette Frederiksen formaður danska Jafnaðarmannaflokksins og forsætisráðherra frá kosningum 2019 boðaði til snemmbúinna kosninga í haust eftir að Radikale Venstre, sem varði minnihlutastjórn Frederiksen falli. Flokkurinn hótaði að bera fram vantrauststillögu á stjórn hennar ef hún boðaði ekki til kosninga vegna deilna um ákvörðun stjórnarinnar að láta lóga öllum minkum í landinu á tímum kórónuveirufaraldursins. Venjulega kjósa Danir milli tveggja blokka flokka til hægri og vinstri en nú benda kannanir til að hvorug blokkin fái tilskilinn meirihluta til að mynda stjórn. Lars Løkke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra og formaður hægri flokksins Venstre gæti því verið í lykilstöðu. Hann stofnaði nýjan flokk, Moderatana eftir að hann tapaði formannsembættinu eftir kosningaósigur í síðustu kosningum og hefur opnað á samstarf bæði til hægri og vinstri. Hrannar B. Arnarson formaður Norræna félagsins telur klókt hjá forsætisráðherra Danmerkur að hafa opnað á samstarf við nýjan miðjuflokk um myndun ríkisstjórnar.Vísir/Vilhelm Hrannar B. Arnarson formaður Norræna félagsins segir það geta orðið mikið púsluspil að mynda nýja stjórn. Margir flokkar væru í framboði og margir þeirrar nýjir. „Það sem manni sýnist einhvern vegin samt vera í kortunum er að það verði til einhvers konar miðjustjórn með Mette Fridreksen sem forsætisráðherra,“ segir Hrannar. Það yrðu sannarlega tíðindi ef mynduð yrði slík stjórn með stuðningi Lars Løkke. „En nýi flokkur Lars Løkke hefur sagt frá upphafi að hann vilji stjórn yfir miðjuna. Hægri blokkin hefur ekki haft vit á því að opna fyrir þann möguleika sem Mette Fredirksen hefur gert,“ segir Hrannar. Lars Lökke Rasmussen fyrrverandi forsætisráðherra er gamall refur í dönskum stjórnmálum og hefur opnað fyrir samstarf bæði til hægri og vinstri með nýjum miðjuflokki sínum.AP/Martin Sylves Ef að slíkri vinstri-miðjustjórn yrði mynduð væri samt ekki víst að allir þeir flokkar sem styddu þannig stjórn ættu ráðherra í nýrri stjórn sem yrði þá minnihlutastjórn. „Þannig að þegar kemur að því að leiðtogarnir ræða við drottninguna og segja á hvern þeir bendi sem fyrsta leiðtoga til að reyna að mynda stjórn getur Lars Lökke í rauninni ekki annað en bent á Mette. Því hann þarf að vera trúr sinni afstöðu um stjórn yfir miðjuna,“ sagði Hrannar B. Arnarson.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22 Færeyingar kjósa nýja þingmenn sína á danska þinginu Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna. 31. október 2022 08:34 Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24. október 2022 14:01 Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Sjá meira
Kosið í Danmörku: Løkke líklegur til að verða í lykilstöðu Danir ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér nýtt þing. Spennan er mikil og benda kannanir til að forsætisráðherrann fyrrverandi, Lars Løkke Rasmussen, muni verða í lykilstöðu þegar búið er að telja upp úr kjörkössunum. 1. nóvember 2022 08:22
Færeyingar kjósa nýja þingmenn sína á danska þinginu Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna. 31. október 2022 08:34
Nýir flokkar hrista hressilega upp í danska stjórnmálalandslaginu Það stefnir í spennandi þingkosningar í Danmörku eftir rúma viku og benda kannanir til að tveir nýir flokkar muni hrista hressilega upp í hinu pólitíska landslagi. 24. október 2022 14:01
Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5. október 2022 10:35