Skutu leynilegum gervihnöttum út í geim með öflugustu eldflauginni Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Falcon Heavy á leið á skotpall í Flórída. SpaceX Starfsmenn SpaceX ætla í dag að skjóta svokallaðri Falcon Heavy-eldflaug á loft frá Flórída. Það er öflugasta eldflaugin sem notast er við þessa dagana og verður hún notuð til að skjóta tveimur gervihnöttum út í geim fyrir Bandaríkjaher, auk annarra gervihnatta. Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel. Báðar eldflaugarnar lentu í heilu lagi í Flórída og farmurinn virtist rata á sinn stað. SpaceX sagði þó lítið frá því vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir farminum. Gervihnettirnir eiga að fara mjög langt út í geim og eiga þeir að svífa yfir jörðinni í meira en þrjátíu þúsund kílómetra hæð, samkvæmt frétt SpaceFlightNow. Leynd hvílir yfir gervihnöttunum sem verið er að skjóta út í geim fyrir herinn. Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum. Það eru eldflaugar sem SpaceX hefur notað um árabil og eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda, svo hægt sé að nota þær aftur. Falcon 9 eldflaugarnar hafa reynst SpaceX gífurlega vel en þetta er fimmtugasta geimskot fyrirtækisins á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem SpaceX skýtur Falcon Heavy á loft. Following booster separation, Falcon Heavy s two side boosters will return to Earth and land at SpaceX s Landing Zones 1 and 2 pic.twitter.com/a4GQBGFbC9— SpaceX (@SpaceX) November 1, 2022 Tvær af eldflaugum Falcon Heavy munu lenda aftur í Flórída eftir geimskotið í dag. Ekkert verður sýnt frá efra stigi eldflaugarinnar vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir gervihnöttunum. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá. Til stendur að skjóta eldflaugunum á loft klukkan 13:41 að íslenskum tíma. Gangi það ekki eftir, stendur til að reyna á sama tíma á morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þó ólíklegt að veðrið muni þvælast fyrir. Mikil þoka er á skotstaðnum í Flórída. Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Útsending SpaceX hefst 13:30. SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Uppfært: Geimskotið heppnaðist vel. Báðar eldflaugarnar lentu í heilu lagi í Flórída og farmurinn virtist rata á sinn stað. SpaceX sagði þó lítið frá því vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir farminum. Gervihnettirnir eiga að fara mjög langt út í geim og eiga þeir að svífa yfir jörðinni í meira en þrjátíu þúsund kílómetra hæð, samkvæmt frétt SpaceFlightNow. Leynd hvílir yfir gervihnöttunum sem verið er að skjóta út í geim fyrir herinn. Falcon Heavy er 70 metra há og í rauninni er fyrsta stig hennar gert úr þremur Falcon 9 eldflaugum. Það eru eldflaugar sem SpaceX hefur notað um árabil og eru hannaðar til að snúa aftur til jarðar og lenda, svo hægt sé að nota þær aftur. Falcon 9 eldflaugarnar hafa reynst SpaceX gífurlega vel en þetta er fimmtugasta geimskot fyrirtækisins á þessu ári. Þetta er í fjórða sinn sem SpaceX skýtur Falcon Heavy á loft. Following booster separation, Falcon Heavy s two side boosters will return to Earth and land at SpaceX s Landing Zones 1 and 2 pic.twitter.com/a4GQBGFbC9— SpaceX (@SpaceX) November 1, 2022 Tvær af eldflaugum Falcon Heavy munu lenda aftur í Flórída eftir geimskotið í dag. Ekkert verður sýnt frá efra stigi eldflaugarinnar vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir gervihnöttunum. Skömmu eftir flugtak er hægt á miðjueldflauginni en hún heldur fluginu áfram þegar hinar tvær hafa losnað frá. Til stendur að skjóta eldflaugunum á loft klukkan 13:41 að íslenskum tíma. Gangi það ekki eftir, stendur til að reyna á sama tíma á morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er þó ólíklegt að veðrið muni þvælast fyrir. Mikil þoka er á skotstaðnum í Flórída. Fylgjast má með geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Útsending SpaceX hefst 13:30.
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira