Ekki brotið á lögreglumönnunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2022 08:53 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Nefnd um eftirlit með lögreglu brutu ekki á tveimur lögreglumönnum sem sinntu lögreglustörfum í Ásmundarsal á Þorláksmessu árið 2020. Lögreglumennirnir kvörtuðu yfir því að meðferð á upptökum úr búkmyndavélum þeirra hafi verið brot á persónuverndarlögum. RÚV greindi fyrst frá. Það vakti gríðarlega athygli á aðfangadag árið 2020 þegar lögregla greindi frá því að að hún hafði verið kölluð út vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu. Á þessum tíma giltu ýmsar samkomutakmarkanir vegna Covid-faraldursins. Það sem helst vakti athygli var þó sú staðreynd að lögregla greindi frá því að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hafi verið viðstaddur. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni sagðist aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Lögregla rannsakaði málið og notaði til þess meðal annars upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á svæðið. Í þeim má greina samræður lögreglumanna eftir að samkvæmið hafði verið brotið upp í Ásmundarsal. Þar voru ummæli látin falla sem Nefnd með eftirlit lögreglu þótti ámælisverð: Hin ámælisverðu ummæli Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Lögreglumennirnir kvörtuðu til Persónuverndar og töldu Nefnd um eftirlit með lögreglu og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa brotið persónuverndarlög. Kvörtuðu yfir því að einkasamtal þeirra hafi verið birt orðrétt og tengt við lögreglunúmer Kvartað var yfir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði varðveitt tilteknar upptökur úr búkmyndavélum, spilað upptökurnar fyrir verjanda sakbornings við skýrslutöku ásamt því að upptökunum hafi verið miðlað til Nefndar um eftirlit með lögreglu. Jafnframt var kvartað yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Nefndar um eftirlit með lögreglu í tengslum við birtingu ákvörðunar nefndarinnar. Töldu lögreglumennirnir meðal annars að nefndin hefði gætt meðalhófs við vinnslu persónuupplýsinganna þegar einkasamtal þeirra var tekið orðrétt upp í ákvörðun nefndarinnar og það tengt við lögreglunúmer hans. Enda hefði nefndin mátt gera sér grein fyrir því að ákvörðun hennar myndi að öllum líkindum rata í fjölmiðla. Nefndin hafi þurft að leggja mat á upptökurnar Í svörum Nefndar um eftirlit með lögreglu til Persónuverndar sagði meðal annars að það sé hlutverk nefndarinnar að taka til meðferðar mál þar sem háttsemi, framkoma eða starfsaðferðir lögreglumanna kunni að vera ámælisverðar. Nefndin hafi þurft að leggja mat á upptökurnar til að geta unnið vinnu sínu. Sagði nefndin einnig að eitt af markmiðum með notkun búkmyndavéla lögreglu sé að varpa ljósi á málsatvik. Lögreglumennirnir hafi umrætt sinn verið í embættiserindum, í einkennisfatnaði, á vettvangi og hafi með engu móti getað tryggt að enginn heyrði til þeirra. Þá hafi umrætt samtal verið um gesti á þeim vettvangi sem afskipti lögreglu voru höfð af. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einnig til þess að skýrar verklagsreglur væri til um notkun búkmyndavéla, auk þess sem að lögreglu hafi verið skylt að veita verjanda í málinu aðgang að upptökunum. Ekki brot á persónuverndarlögum Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að sú vinnsla persónuupplýsinga um lögreglumennina sem fólst í spilun upptaka úr búkmyndavélum fyrir verjanda sakbornings og miðlun þeirra til Nefndar um eftirlit með lögreglu hefði farið fram í löggæslutilgangi og verið í samræmi við lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Hvað varðar notkun búkmyndavéla hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að því marki sem hún tekur til starfsmanna embættisins, var niðurstaða Persónuverndar að sú vinnsla fæli í sér rafræna vöktun og félli undir gildissvið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan hefði samrýmst lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum nr. 837/2006, um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun. Jafnframt var það niðurstaða Persónuverndar að vinnsla Nefndar um eftirlit með lögreglu samrýmdist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Segir í úrskurði Persónuverndar að lögreglumennirnir hafi verið á vettvangi þegar upptökurnar voru teknar upp og að auki í embættiserindum. Þá þurfi Nefnd um eftirlit með lögregu að fá afhent þau gögn sem varpað geti ljósi á þau umkvörtunarefni sem berist til nefndarinnar. Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Persónuvernd Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. Það vakti gríðarlega athygli á aðfangadag árið 2020 þegar lögregla greindi frá því að að hún hafði verið kölluð út vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu. Á þessum tíma giltu ýmsar samkomutakmarkanir vegna Covid-faraldursins. Það sem helst vakti athygli var þó sú staðreynd að lögregla greindi frá því að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hafi verið viðstaddur. Síðar kom í ljós að umræddur ráðherra var Bjarni Benediktsson og að viðburðurinn var „sölusýning“ á listaverkum í Ásmundarsal. Bjarni sagðist aðeins hafa verið inni í salnum í fimmtán mínútur, auk þess sem hann sagðist ekki hafa brotið sóttvarnalög með veru sinni þar. Lögregla rannsakaði málið og notaði til þess meðal annars upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á svæðið. Í þeim má greina samræður lögreglumanna eftir að samkvæmið hafði verið brotið upp í Ásmundarsal. Þar voru ummæli látin falla sem Nefnd með eftirlit lögreglu þótti ámælisverð: Hin ámælisverðu ummæli Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“ Lögreglumennirnir kvörtuðu til Persónuverndar og töldu Nefnd um eftirlit með lögreglu og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa brotið persónuverndarlög. Kvörtuðu yfir því að einkasamtal þeirra hafi verið birt orðrétt og tengt við lögreglunúmer Kvartað var yfir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefði varðveitt tilteknar upptökur úr búkmyndavélum, spilað upptökurnar fyrir verjanda sakbornings við skýrslutöku ásamt því að upptökunum hafi verið miðlað til Nefndar um eftirlit með lögreglu. Jafnframt var kvartað yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Nefndar um eftirlit með lögreglu í tengslum við birtingu ákvörðunar nefndarinnar. Töldu lögreglumennirnir meðal annars að nefndin hefði gætt meðalhófs við vinnslu persónuupplýsinganna þegar einkasamtal þeirra var tekið orðrétt upp í ákvörðun nefndarinnar og það tengt við lögreglunúmer hans. Enda hefði nefndin mátt gera sér grein fyrir því að ákvörðun hennar myndi að öllum líkindum rata í fjölmiðla. Nefndin hafi þurft að leggja mat á upptökurnar Í svörum Nefndar um eftirlit með lögreglu til Persónuverndar sagði meðal annars að það sé hlutverk nefndarinnar að taka til meðferðar mál þar sem háttsemi, framkoma eða starfsaðferðir lögreglumanna kunni að vera ámælisverðar. Nefndin hafi þurft að leggja mat á upptökurnar til að geta unnið vinnu sínu. Sagði nefndin einnig að eitt af markmiðum með notkun búkmyndavéla lögreglu sé að varpa ljósi á málsatvik. Lögreglumennirnir hafi umrætt sinn verið í embættiserindum, í einkennisfatnaði, á vettvangi og hafi með engu móti getað tryggt að enginn heyrði til þeirra. Þá hafi umrætt samtal verið um gesti á þeim vettvangi sem afskipti lögreglu voru höfð af. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einnig til þess að skýrar verklagsreglur væri til um notkun búkmyndavéla, auk þess sem að lögreglu hafi verið skylt að veita verjanda í málinu aðgang að upptökunum. Ekki brot á persónuverndarlögum Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að sú vinnsla persónuupplýsinga um lögreglumennina sem fólst í spilun upptaka úr búkmyndavélum fyrir verjanda sakbornings og miðlun þeirra til Nefndar um eftirlit með lögreglu hefði farið fram í löggæslutilgangi og verið í samræmi við lög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Hvað varðar notkun búkmyndavéla hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að því marki sem hún tekur til starfsmanna embættisins, var niðurstaða Persónuverndar að sú vinnsla fæli í sér rafræna vöktun og félli undir gildissvið laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Niðurstaða Persónuverndar var að vinnslan hefði samrýmst lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum nr. 837/2006, um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun. Jafnframt var það niðurstaða Persónuverndar að vinnsla Nefndar um eftirlit með lögreglu samrýmdist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Segir í úrskurði Persónuverndar að lögreglumennirnir hafi verið á vettvangi þegar upptökurnar voru teknar upp og að auki í embættiserindum. Þá þurfi Nefnd um eftirlit með lögregu að fá afhent þau gögn sem varpað geti ljósi á þau umkvörtunarefni sem berist til nefndarinnar.
Hin ámælisverðu ummæli Annar lögreglumannanna: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar… er það of mikið eða?“ Hinn lögreglumaðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“ Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Persónuvernd Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira