„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Árni Sæberg skrifar 31. október 2022 19:57 Það stefnir í harða baráttu um formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira