Gulli plús Kata talið ganga illa upp Óttar Kolbeinsson Proppé og Jakob Bjarnar skrifa 31. október 2022 13:36 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðlaugur Þór Þórðarson. Eftir Covid-faraldurinn reynir meira á ríkisstjórnarsamstarfið. Ef Guðlaugur Þór vinnur formannskjör í Sjálfstæðisflokknum eftir tæpa viku meta ýmsir það svo að ríkisstjórnarsamstarfið hangi á bláþræði. vísir/vilhelm Framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins teflir ríkisstjórnarsamstarfinu í tvísýnu að mati stjórnarþingmanna. Þeir óttast margir að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum nái Guðlaugur Þór kjöri. Mikil óvissa er uppi innan stjórnarflokkanna um þessar mundir eftir að Guðlaugur Þór tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins og skoraði þannig Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, á hólm. Kosið verður eftir tæpa viku á Landsfundi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga von á „alvöru slag“ eins og einn þeirra komst að orði, þingmaður sem vildi ekki láta nafn síns getið; ekki megi vanmeta stuðning Guðlaugs í hinum ýmsu aðildarfélögum flokksins, sérstaklega í Reykjavík, þaðan sem stór hluti landsfundarfulltrúa flokksins kemur. Ríkisstjórnarsamstarfið talið hanga á bláþræði Vinni Guðlaugur Þór og verði formaður flokksins telja margir innan raða bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum. Reyndar er sú staða að teiknast upp eftir Covid, formannskosningar eða ekki; gríðarlega ólík sjónarmið á hinum ýmsu pólitísku málum eru milli þessara flokka en lýsa heimildarmenn fréttastofu innan flokkanna því þannig að samstarfið hafi að mestu leyti grundvallast á trúnaðarsambandi formannanna tveggja, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. Þeir stjórnarþingmenn sem Vísir hefur rætt við, bæði innan vébanda Vg og Sjálfstæðsiflokks, er tíðrætt um vinskap þeirra Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. vísir/vilhelm Vinátta og traust þeirra á milli sé grundvöllur þess að stjórnarsamstarfið hafi haldið hingað til. Katrín og Guðlaugur eigi síður en svo í svipuðu sambandi og óttast margir að traust milli flokkanna hyrfi um leið og Bjarni stigi til hliðar og Guðlaugur Þór tæki við. Vinstri græn lykill Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórninni Vísir ræddi við þaulreyndan stjórnmálamann sem vildi meina að vísan í vinfengi forystumanna stjórnmálaflokka væri nokkuð sem fólki hætti til að gera of mikið úr. Þó Bjarni og Katrín hafi bæði og vissulega gengið langt í að gefa eftir stefnumál sinna flokka þá sé það ekki endilega margumræddur vinskapur þeirra sem ráði því. Það sé aldrei gerlegt að taka vinskap við fulltrúa pólitískra andstæðinga fram yfir vilja baklandsins. Þarna ráði aðrir þættir til að mynda staða Sjálfstæðisflokksins. Hér ráði fremur pólitískt raunsæi og klókindi Bjarna. Vinstri græn séu einfaldlega lykill Sjálfsstæðisflokksins að ríkisstjórnarsamstarfi. Þeim hefur verið í nöp við Samfylkinguna sem undir formennsku Loga Einarssonar hefur einfaldlega útilokað samstarf við flokkinn (hvað svo sem nýjar áherslur Kristrúnar Frostadóttur nýs formanns kunna að þýða í því samhengi), það hafa Píratar einnig gert og Evrópuáherslur Viðreisnar útiloki samstarf við þann flokk. Sjálfstæðisflokkurinn væri einfaldlega ekki í ríkisstjórn án Vinstri grænna og það kunna margir Sjálfstæðismenn vel að meta við Bjarna; að hafa haldið flokknum við ríkisstjórnarborðið. Og yrði Guðlaugur formaður og ríkisstjórnin félli í kjölfarið óttast margir Sjálfstæðismenn að hér myndaðist stjórnarkreppa. Sjálfstæðismönnum hugnast sú staða afar illa sérstaklega í ljósi þeirra miklu óvissutíma sem nú eru uppi í Evrópu og efnahagsmálum. Staða Guðlaugs Þórs eftir kosningar óljós Þeir fjölmörgu stjórnmálamenn sem Vísir hafa rætt við velta fyrir sér stöðu Sjálfstæðisflokksins og svo stöðu þeirra Bjarna og Guðlaugs Þórs eftir formannsslaginn. Bjarni hefur einfaldlega gefið það út að ef hann hafi ekki sigur muni hann hætta í stjórnmálum. Ýmsir telja að ef Guðlaugur Þór tapi þá sé hann kominn út í horn, í öngstræti síns pólitíska ferils. Guðlaugur Þór kankast á við formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga. Framsóknarflokkurinn er í kjörstöðu, sama hvernig allt velkist og fer; setur sig upp á móti óvinsælum málum með óljósum yfirlýsingum en hefur sitt fram og eykur fylgi sitt.vísir/vilhelm Þeir eru til sem vilja meina að ákvörðun hans um að fara fram tengist ráðherrakapli formannsins sem hefur sagt að ekki sé endilega víst að Jón Gunnarsson hverfi úr stól dómsmálaráðherra og inn komi Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Hugsanlega komi hún inn fyrir Guðlaug Þór. En Bjarni hefur sagt að fari svo að Guðlaugur tapi formannsslagnum þá telji hann eðlilegt að oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík eigi sæti í ríkisstjórninni. En þar skiptir máli hvar menn sitja til borðs. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins sem mun sækjast eftir endurkjöri, tók við utanríkisráðherrastólnum af Guðlaugi Þór, en það telst þungavigtarráðuneyti. Fundur Guðlaugs Þór í Valhöll, þar sem hann tilkynnti um framboð sitt, er sagður til marks um styrk hans innan flokksins. Fjögur hundruð manna stemmningsfundur er ekki hristur fram úr erminni. Og þó Guðlaugur Þór tapi fyrir sitjandi formanni, þá skipti máli hvernig fer. Ef hann tapar en fær 45 prósent atkvæða er hann kominn í þá stöðu að eiga í fullu tré við Þórdísi Kolbrúnu eða Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um formennsku þegar að því kemur. Staða Sjálfstæðisflokksins Ýmir hafa áhyggjur af því að staða Sjálfstæðisflokksins eftir formannsslaginn kunni að verða verri eftir en áður. Þá er litið til þess að vinni Guðlaugur Þór sé ríkisstjórnarsamstarfinu teflt í tvísýnu, ríkisstjórnarsamstarfi sem raunsæir stjórnmálamenn meta umfram allt, en einnig þess að hjaðningarvíg innan flokks kunni að veikja hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Margir telja að nú hrikti sem aldrei fyrr í viðkvæmu samstarfinu.vísir/vilhelm Og eins og Guðlaugur Þór kom inn á í ræðu sinni þegar hann kynnti framboð sitt þá er það eitur í beinum flokkshollra að flokkurinn skuli ekki ná að rífa sig mikið yfir 20 prósentin í fylgi. Ekki er þó víst að það sé reyndin. Davíð Oddsson felldi Þorstein Pálsson sitjandi formann í frægum slag á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991. Þá var staðan sú að nær allir þingmenn flokksins studdu Þorstein. Meirihluti þingliðs Sjálfstæðisflokksins styður Bjarna nú. Davíð hafði Þorstein með 53 prósentum atkvæða gegn 47 prósentum Þorsteins. Í kjölfarið, í þingkosningum 1991 hlaut flokkurinn hartnær 40 prósent atkvæða og 26 þingmenn. Davíð reyndist þá einskonar bjargvættur flokksins og keyrði hann í hæstu hæðir 1999 en þá hlaut flokkurinn yfir 40 prósent í alþingiskosningum. Ekki er nokkur vafi á að Guðlaugur Þór líti til þessarar sögu en neyðarlegir kynnu að segja, eins og Bentsen sagði við Dan Quayle á sínum tíma þá með vísan í Kennedy: Þú ert enginn Davíð! Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Fréttaskýringar Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Mikil óvissa er uppi innan stjórnarflokkanna um þessar mundir eftir að Guðlaugur Þór tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins og skoraði þannig Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, á hólm. Kosið verður eftir tæpa viku á Landsfundi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga von á „alvöru slag“ eins og einn þeirra komst að orði, þingmaður sem vildi ekki láta nafn síns getið; ekki megi vanmeta stuðning Guðlaugs í hinum ýmsu aðildarfélögum flokksins, sérstaklega í Reykjavík, þaðan sem stór hluti landsfundarfulltrúa flokksins kemur. Ríkisstjórnarsamstarfið talið hanga á bláþræði Vinni Guðlaugur Þór og verði formaður flokksins telja margir innan raða bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna að líftími ríkisstjórnarinnar verði talinn í vikum. Reyndar er sú staða að teiknast upp eftir Covid, formannskosningar eða ekki; gríðarlega ólík sjónarmið á hinum ýmsu pólitísku málum eru milli þessara flokka en lýsa heimildarmenn fréttastofu innan flokkanna því þannig að samstarfið hafi að mestu leyti grundvallast á trúnaðarsambandi formannanna tveggja, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. Þeir stjórnarþingmenn sem Vísir hefur rætt við, bæði innan vébanda Vg og Sjálfstæðsiflokks, er tíðrætt um vinskap þeirra Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. vísir/vilhelm Vinátta og traust þeirra á milli sé grundvöllur þess að stjórnarsamstarfið hafi haldið hingað til. Katrín og Guðlaugur eigi síður en svo í svipuðu sambandi og óttast margir að traust milli flokkanna hyrfi um leið og Bjarni stigi til hliðar og Guðlaugur Þór tæki við. Vinstri græn lykill Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórninni Vísir ræddi við þaulreyndan stjórnmálamann sem vildi meina að vísan í vinfengi forystumanna stjórnmálaflokka væri nokkuð sem fólki hætti til að gera of mikið úr. Þó Bjarni og Katrín hafi bæði og vissulega gengið langt í að gefa eftir stefnumál sinna flokka þá sé það ekki endilega margumræddur vinskapur þeirra sem ráði því. Það sé aldrei gerlegt að taka vinskap við fulltrúa pólitískra andstæðinga fram yfir vilja baklandsins. Þarna ráði aðrir þættir til að mynda staða Sjálfstæðisflokksins. Hér ráði fremur pólitískt raunsæi og klókindi Bjarna. Vinstri græn séu einfaldlega lykill Sjálfsstæðisflokksins að ríkisstjórnarsamstarfi. Þeim hefur verið í nöp við Samfylkinguna sem undir formennsku Loga Einarssonar hefur einfaldlega útilokað samstarf við flokkinn (hvað svo sem nýjar áherslur Kristrúnar Frostadóttur nýs formanns kunna að þýða í því samhengi), það hafa Píratar einnig gert og Evrópuáherslur Viðreisnar útiloki samstarf við þann flokk. Sjálfstæðisflokkurinn væri einfaldlega ekki í ríkisstjórn án Vinstri grænna og það kunna margir Sjálfstæðismenn vel að meta við Bjarna; að hafa haldið flokknum við ríkisstjórnarborðið. Og yrði Guðlaugur formaður og ríkisstjórnin félli í kjölfarið óttast margir Sjálfstæðismenn að hér myndaðist stjórnarkreppa. Sjálfstæðismönnum hugnast sú staða afar illa sérstaklega í ljósi þeirra miklu óvissutíma sem nú eru uppi í Evrópu og efnahagsmálum. Staða Guðlaugs Þórs eftir kosningar óljós Þeir fjölmörgu stjórnmálamenn sem Vísir hafa rætt við velta fyrir sér stöðu Sjálfstæðisflokksins og svo stöðu þeirra Bjarna og Guðlaugs Þórs eftir formannsslaginn. Bjarni hefur einfaldlega gefið það út að ef hann hafi ekki sigur muni hann hætta í stjórnmálum. Ýmsir telja að ef Guðlaugur Þór tapi þá sé hann kominn út í horn, í öngstræti síns pólitíska ferils. Guðlaugur Þór kankast á við formann Framsóknarflokksins, Sigurð Inga. Framsóknarflokkurinn er í kjörstöðu, sama hvernig allt velkist og fer; setur sig upp á móti óvinsælum málum með óljósum yfirlýsingum en hefur sitt fram og eykur fylgi sitt.vísir/vilhelm Þeir eru til sem vilja meina að ákvörðun hans um að fara fram tengist ráðherrakapli formannsins sem hefur sagt að ekki sé endilega víst að Jón Gunnarsson hverfi úr stól dómsmálaráðherra og inn komi Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Hugsanlega komi hún inn fyrir Guðlaug Þór. En Bjarni hefur sagt að fari svo að Guðlaugur tapi formannsslagnum þá telji hann eðlilegt að oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík eigi sæti í ríkisstjórninni. En þar skiptir máli hvar menn sitja til borðs. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins sem mun sækjast eftir endurkjöri, tók við utanríkisráðherrastólnum af Guðlaugi Þór, en það telst þungavigtarráðuneyti. Fundur Guðlaugs Þór í Valhöll, þar sem hann tilkynnti um framboð sitt, er sagður til marks um styrk hans innan flokksins. Fjögur hundruð manna stemmningsfundur er ekki hristur fram úr erminni. Og þó Guðlaugur Þór tapi fyrir sitjandi formanni, þá skipti máli hvernig fer. Ef hann tapar en fær 45 prósent atkvæða er hann kominn í þá stöðu að eiga í fullu tré við Þórdísi Kolbrúnu eða Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur um formennsku þegar að því kemur. Staða Sjálfstæðisflokksins Ýmir hafa áhyggjur af því að staða Sjálfstæðisflokksins eftir formannsslaginn kunni að verða verri eftir en áður. Þá er litið til þess að vinni Guðlaugur Þór sé ríkisstjórnarsamstarfinu teflt í tvísýnu, ríkisstjórnarsamstarfi sem raunsæir stjórnmálamenn meta umfram allt, en einnig þess að hjaðningarvíg innan flokks kunni að veikja hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Margir telja að nú hrikti sem aldrei fyrr í viðkvæmu samstarfinu.vísir/vilhelm Og eins og Guðlaugur Þór kom inn á í ræðu sinni þegar hann kynnti framboð sitt þá er það eitur í beinum flokkshollra að flokkurinn skuli ekki ná að rífa sig mikið yfir 20 prósentin í fylgi. Ekki er þó víst að það sé reyndin. Davíð Oddsson felldi Þorstein Pálsson sitjandi formann í frægum slag á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991. Þá var staðan sú að nær allir þingmenn flokksins studdu Þorstein. Meirihluti þingliðs Sjálfstæðisflokksins styður Bjarna nú. Davíð hafði Þorstein með 53 prósentum atkvæða gegn 47 prósentum Þorsteins. Í kjölfarið, í þingkosningum 1991 hlaut flokkurinn hartnær 40 prósent atkvæða og 26 þingmenn. Davíð reyndist þá einskonar bjargvættur flokksins og keyrði hann í hæstu hæðir 1999 en þá hlaut flokkurinn yfir 40 prósent í alþingiskosningum. Ekki er nokkur vafi á að Guðlaugur Þór líti til þessarar sögu en neyðarlegir kynnu að segja, eins og Bentsen sagði við Dan Quayle á sínum tíma þá með vísan í Kennedy: Þú ert enginn Davíð!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Fréttaskýringar Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Kraumar undir niðri í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins Orðrómur um hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi er enn ein vísbending um að Guðlaugur Þór og formaðurinn Bjarni Benediktsson gangi ekki í takt. Og að innan flokks skipist menn í sveitir. Líklega er um að ræða eitt verst geymda leyndarmál í íslenskum stjórnmálum. 26. október 2022 15:35
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent