Bílaleiga Akureyrar með sjö þúsund bíla og 300 starfsmenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 20:01 Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar er mjög ánægður með hvað rekstur fyrirtækisins gengur vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Umsvif Bílaleigu Akureyrar hafa aldrei verið eins mikil og í ár en fyrirtækið er með yfir sjö þúsund bíla í leigu og starfsfólkið fór yfir þrjú hundruð í sumar. Þá styttist óðum í fimm hundraðasta rafmagnsbílinn. Menn kvarta ekki hjá Bílaleigu Akureyrar því sumarið var það allra besta í sögu fyrirtækisins og nú á fyrirtækið yfir sjö þúsund bílaleigubíla. Bílaleigubílarnir eru af öllum stærðum og gerðum og tegundaúrvalið er líka fjölbreytt. Höfuðstöðvar bílaleigunnar eru á Akureyri en það eru útibú á tæplega tuttugu stöðum víðsvegar um landið, þau stærstu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. „Sumarið var mjög gott, þetta var bara met sumar og við fórum yfir sjö þúsund bíla og mikil eftirspurn. Það var svo, sem handleggur að ná bílum en það gekk að lokum,“ segir Steingrímur Birgisson. forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Hvaða fólk er helst að leigja bíla af ykkur? „Stærsti markaðurinn er í ferðamönnum frá Bandaríkjunum og mið Evrópa, Þýskaland, Sviss og Frakkland og svo eru við mjög sterk á heimamarkaðnum með öll þessi útibú hringinn í kringum landið.“ Steingrímur segir að númer eitt, tvö og þrjú sé að vera með trausta og örugga bíla og að þjónustan sé alltaf í topp standi við viðskiptavini. „Við erum búin að kaupa yfir tvö þúsund nýja bíla á þessu ári , endurnýja flotann, það minnkaði aðeins endurnýjunin þarna í Covidinu en það þurfti að slá í klárinn bæði í fyrra og í ár, þannig að við erum búin að endurnýja flotann nánast algjörlega,“ segir Steingrímur. Bílaleigan passar upp á að hafa alla bíla hreina og fína, sem hún leigir út til sinna viðskiptavina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rafmagnsbílum fjölgar og fjölgar hjá bílaleigunni. „Já, við erum alveg að detta í það að fara að kaupa rafmagnsbíl númer 500 hjá okkur. Við eigum 460 rafbíla og ég held að 27 til 28 prósent af flotanum er orðinn umhverfisvænn hjá okkur.“ Það styttist óðum í 50 ára afmæli Bílaleigu Akureyrar ogÞá segir Steingrímur að blásið verði í herlúðra með fjölbreyttum uppákomum. En er forstjórinn á bílaleigubíl? „Annar slagið já, það kemur fyrir en ég á reyndar minn bíl en það kemur fyrir að ég er á bílaleigubíl,“ segir Steingrímur skellihlægjandi. Akureyri Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Menn kvarta ekki hjá Bílaleigu Akureyrar því sumarið var það allra besta í sögu fyrirtækisins og nú á fyrirtækið yfir sjö þúsund bílaleigubíla. Bílaleigubílarnir eru af öllum stærðum og gerðum og tegundaúrvalið er líka fjölbreytt. Höfuðstöðvar bílaleigunnar eru á Akureyri en það eru útibú á tæplega tuttugu stöðum víðsvegar um landið, þau stærstu í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. „Sumarið var mjög gott, þetta var bara met sumar og við fórum yfir sjö þúsund bíla og mikil eftirspurn. Það var svo, sem handleggur að ná bílum en það gekk að lokum,“ segir Steingrímur Birgisson. forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Hvaða fólk er helst að leigja bíla af ykkur? „Stærsti markaðurinn er í ferðamönnum frá Bandaríkjunum og mið Evrópa, Þýskaland, Sviss og Frakkland og svo eru við mjög sterk á heimamarkaðnum með öll þessi útibú hringinn í kringum landið.“ Steingrímur segir að númer eitt, tvö og þrjú sé að vera með trausta og örugga bíla og að þjónustan sé alltaf í topp standi við viðskiptavini. „Við erum búin að kaupa yfir tvö þúsund nýja bíla á þessu ári , endurnýja flotann, það minnkaði aðeins endurnýjunin þarna í Covidinu en það þurfti að slá í klárinn bæði í fyrra og í ár, þannig að við erum búin að endurnýja flotann nánast algjörlega,“ segir Steingrímur. Bílaleigan passar upp á að hafa alla bíla hreina og fína, sem hún leigir út til sinna viðskiptavina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rafmagnsbílum fjölgar og fjölgar hjá bílaleigunni. „Já, við erum alveg að detta í það að fara að kaupa rafmagnsbíl númer 500 hjá okkur. Við eigum 460 rafbíla og ég held að 27 til 28 prósent af flotanum er orðinn umhverfisvænn hjá okkur.“ Það styttist óðum í 50 ára afmæli Bílaleigu Akureyrar ogÞá segir Steingrímur að blásið verði í herlúðra með fjölbreyttum uppákomum. En er forstjórinn á bílaleigubíl? „Annar slagið já, það kemur fyrir en ég á reyndar minn bíl en það kemur fyrir að ég er á bílaleigubíl,“ segir Steingrímur skellihlægjandi.
Akureyri Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira