„Við erum ólíkir menn“ Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 16:27 Guðlaugur Þór Þórsson ætlar sér að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar F Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira