Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Við fjöllum um landsfundinn og ræðum við nýkjörna stjórnarmeðlimi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við tökum einnig stöðuna á innrás Rússa í Úkraínu en þeir síðarnefndu gerðu umfangsmikla drónaárás á flota Rússa í Svartahafi í morgun, með þeim afleiðingum að nýtt flaggskip skemmdist. 

Þá verður rætt við kafara sem stýrði aðgerðum við Þingvallavatn þar sem flugvél fórst í byrjun árs. Hann lýsir óhugnaði og skelfingu í djúpinu en nauðsynlegt hafi verið að bæla niður slíkar tilfinningar. Við sýnum einnig myndir frá botni vatnsins þegar verið var að hífa flakið upp.

Við sýnum einnig frá aldarafmæli hjúkrunarheimilisins Grundar, ræðum við erlenda gesti Íslandskynningar í Lundúnum og Magnús Hlynur kynnir sér gríðarlega uppbyggingu á Ísafirði. Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×