Staðan á St. James´ Park í Newcastle var markalaus þangað til fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Tíu mínútum áður hafði Emi Martinez, markvörður Villa, farið meiddur af velli og Robin Olsen kominn í markið.
Hann kom engum vörnum við þegar Callum Wilson skoraði úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar boltinn fór í hendina á Ashley Young innan vítateigs.
Í síðari hálfleik gengu heimamenn á lagið. Wilson bætti við öðru marki sínu sem og Newcastle á 57. mínútu. Joelinton kom Newcastle í 3-0 tveimur mínútum síðar og Miguel Almiron skreytti kökuna með fjórða marki heimamanna á 67. mínútu.
7 - Miguel Almirón has scored seven goals in the Premier League this season, with Neymar (9) being the only South American player with more in the big five European leagues this season. Arriba.
— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2022
Newcastle er áfram í 4. sæti, nú með 24 stig að loknum 13 leikjum. Aston Villa er í 15. sæti með 12 stig.
Odsonne Edouard skoraði eina markið í 1-0 sigri Palace á Southampton. Þá skoruðu Ben Mee og Rúben Neves í 1-1 jafntefli Brentford og Úlfanna. Diego Costa stimplaði sig inn í ensku úrvalsdeildina með því að næla sér í rautt spjald í uppbótartíma.