Makarov var gert að flaggskipi Rússa í Svartahafi eftir að Moskva sökk í kjölfar eldflaugaárásar Úkraínumanna.
Rússar segja skipið ekki hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Annað skip sem hannað er til að leitað að tundurduflum er einnig sagt hafa skemmst í árásinni og þar að auki hafa birst myndir sem sýna skemmdir við eldsneytisgeymslur í Sevastopol á Krímskaga.
Rússar segja sextán dróna hafa verið notaða við árásina.
Ráðamenn í Úkraínu hafa ekki tjáð sig um árásina enn en myndefni frá árásinni hefur verið birt á netinu. Það sýnir meðal annars myndband frá einum drónabát sem Úkraínumenn notuðu við árásina.
***UPDATE***
— H I Sutton (@CovertShores) October 29, 2022
Now beyond any reasonable doubt that the type of surface drones used by #Ukraine to attack Russian Navy in Sevastopol today were same as one previous found near the base. #OSINT
Reference https://t.co/vpJFzEniD6
And https://t.co/YWqnJzWTqc pic.twitter.com/bX0vZvC1Hk
Rússar gerðu innrás í Krímskaga árið 2014 og innlimuðu héraðið ólöglega af Úkraínu. Embættismenn þar heita því að árásin hafi verið stöðvuð og hafa í senn skipað fólki að slökkva á öllum öryggismyndavélum á svæðinu og bannað þeim að birta myndefni sem tengist árásinni.
Myndefnið sem tekið var með drónabátunum má sjá hér að neðan. Það er í tveimur hlutum.
Annað þeirra sýnir árásina á Makarov. Hitt sýnir árásina á tundurduflaleitarskipið.
In the second clip we can see a USV being targeted by a Russian fire from ships, motor boats and even helicopters. The damage dealt to the ships is yet to be assessed since no aftermath photos are available. pic.twitter.com/TTSzEncg92
— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 29, 2022