„Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu“ Árni Sæberg skrifar 29. október 2022 16:22 Kristrún er nýr formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ívar F Í fyrstu stefnuræðu sinni sem nýr formaður Samfylkingarinnar segir Kristrún Frostadóttir að nú sé genginn í hönd tími breytinga í Samfylkingunni. Breytingar innan flokksins hefjist strax í dag með nýrri forystu flokksins. „Já, látum þennan landsfund marka tímamót. Sjáum til þess saman á næstu misserum og árum að við getum litið um öxl og séð að þessi stund hafi markað raunveruleg tímamót — ekki bara í sögu Samfylkingarinnar heldur í sögu þjóðarinnar sem við vinnum fyrir,“ segir Kristrún í ræðu sinni. Hún segir að verkefni Samfylkingarinnar nú sé að endureisa velferðarkerfið eftir áratug hnignunar. Það sé grundvallarmál sem vinnist ekki með dægurþrasi í stjórnmálum. Hún segir fólkið í landinu þyrsta í forystu í stjórnmálum sem treystir sér í það verkefni. „Þessu kalli ber okkur að svara. Fólkið í landinu hefur beðið, það bíður enn og Samfylkingin verður að mæta til leiks, tilbúin í þetta mikilvæga verkefni í næstu kosningum. Þakkar Loga og Heiðu Björg kærlega Kristrún þakkar þeim Heiðu Björg Hilmisdóttur og Loga Einarssyni kærlega fyrir þeirra störf sem varaformaður og formaður flokksins. Hún segir þau hafa komið Samfylkingunni aftur á beinu brautina og að ný forysta sæki fram á þeim grunni sem þau hafi styrkt til muna „Logi — þú varst réttur maður á réttum tíma. Þú breyttir útförinni í upprisu og endurnýjun. En ég vil líka þakka þér persónulega, Logi, fyrir að hafa tekið svona ótrúlega vel á móti mér. Því mun ég aldrei gleyma og ég hlakka til að vinna áfram með þér á næstu misserum,“ segir hún. Staðan í landsmálunum óásættanleg Kristrún segir Samfylkinguna standa sterkum fótum á sveitarstjórnarstiginu. Staðan í landsmálunum sé óásættanleg og síðustu kosningar til Alþingis hafi verið vonbrigði. „Fráfarandi formaður axlaði sína ábyrgð. En við vitum öll í hjarta okkar að það er ekki nóg að skipta bara um forystusveit. Enda kallaði Logi sjálfur eftir breyttu leikskipulagi og öðruvísi forystu. Ég ákvað að svara því kalli - eftir að hafa ferðast vítt og breitt um landið og haldið fjölda opinna funda með fólki, í heimabyggð þess. Ég hef ekki staðið uppi á stalli, heldur þvert á móti leitast við að berskjalda mig og standa með báða fætur á gólfinu — til að hlusta á fólk — í augnhæð. Ekkert hefur gefið mér eins mikla pólitíska innsýn og innblástur. Þessi samtöl hafa mótað mig og hér stend ég í dag — með skýrar áherslur og hugmyndir í farteskinu — sem ég hef kynnt nokkuð ítarlega á undanförnum vikum,“ segir hún. Ætlar sér í ríkisstjórn „Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu — til að kvarta og kveina undan endalausum ríkisstjórnum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Með misjafnlega veikburða fylgiflokkum. Við erum í pólitík til að ná árangri — til að hafa áhrif — bæta líf fólks og byggja upp fallegra og betra samfélag. Við verðum að komast til valda til að geta það. Og til þess þurfum við að vinna til baka traust fólksins í landinu,“ segir Kristrún og því er nokkuð ljóst að hún ætli sér í ríkisstjórn Hún segir nauðsynlegt að Samfylkingin líti í eigin barm fyrir komandi Alþingiskosningar enda hafi flokkurinn tapað fernum kosningum til Alþingis í röð. „Það væru svik við okkur sjálf og svik við jafnaðarstefnuna og fólkið í landinu að halda bara áfram á sömu braut — eins og ekkert sé. Þess vegna segi ég: Nú er kominn tími til að taka það alvarlega að vinna; vinna traust. Sem þýðir að við verðum að ráðast í breytingar — okkur ber beinlínis skylda til þess. Og það er það sem við erum að gera núna,“ segir hún. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í ræðu Kristrúnar en hana má heyra í spilaranum hér að neðan: frameborder='0' allow='autoplay; fullscreen; picture-in-picture' allowfullscreen style='position:absolute;top:0;left:0;width:100%;height:100%;'> Samfylkingin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Já, látum þennan landsfund marka tímamót. Sjáum til þess saman á næstu misserum og árum að við getum litið um öxl og séð að þessi stund hafi markað raunveruleg tímamót — ekki bara í sögu Samfylkingarinnar heldur í sögu þjóðarinnar sem við vinnum fyrir,“ segir Kristrún í ræðu sinni. Hún segir að verkefni Samfylkingarinnar nú sé að endureisa velferðarkerfið eftir áratug hnignunar. Það sé grundvallarmál sem vinnist ekki með dægurþrasi í stjórnmálum. Hún segir fólkið í landinu þyrsta í forystu í stjórnmálum sem treystir sér í það verkefni. „Þessu kalli ber okkur að svara. Fólkið í landinu hefur beðið, það bíður enn og Samfylkingin verður að mæta til leiks, tilbúin í þetta mikilvæga verkefni í næstu kosningum. Þakkar Loga og Heiðu Björg kærlega Kristrún þakkar þeim Heiðu Björg Hilmisdóttur og Loga Einarssyni kærlega fyrir þeirra störf sem varaformaður og formaður flokksins. Hún segir þau hafa komið Samfylkingunni aftur á beinu brautina og að ný forysta sæki fram á þeim grunni sem þau hafi styrkt til muna „Logi — þú varst réttur maður á réttum tíma. Þú breyttir útförinni í upprisu og endurnýjun. En ég vil líka þakka þér persónulega, Logi, fyrir að hafa tekið svona ótrúlega vel á móti mér. Því mun ég aldrei gleyma og ég hlakka til að vinna áfram með þér á næstu misserum,“ segir hún. Staðan í landsmálunum óásættanleg Kristrún segir Samfylkinguna standa sterkum fótum á sveitarstjórnarstiginu. Staðan í landsmálunum sé óásættanleg og síðustu kosningar til Alþingis hafi verið vonbrigði. „Fráfarandi formaður axlaði sína ábyrgð. En við vitum öll í hjarta okkar að það er ekki nóg að skipta bara um forystusveit. Enda kallaði Logi sjálfur eftir breyttu leikskipulagi og öðruvísi forystu. Ég ákvað að svara því kalli - eftir að hafa ferðast vítt og breitt um landið og haldið fjölda opinna funda með fólki, í heimabyggð þess. Ég hef ekki staðið uppi á stalli, heldur þvert á móti leitast við að berskjalda mig og standa með báða fætur á gólfinu — til að hlusta á fólk — í augnhæð. Ekkert hefur gefið mér eins mikla pólitíska innsýn og innblástur. Þessi samtöl hafa mótað mig og hér stend ég í dag — með skýrar áherslur og hugmyndir í farteskinu — sem ég hef kynnt nokkuð ítarlega á undanförnum vikum,“ segir hún. Ætlar sér í ríkisstjórn „Við fórum ekki í pólitík til að vera í stjórnarandstöðu — til að kvarta og kveina undan endalausum ríkisstjórnum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Með misjafnlega veikburða fylgiflokkum. Við erum í pólitík til að ná árangri — til að hafa áhrif — bæta líf fólks og byggja upp fallegra og betra samfélag. Við verðum að komast til valda til að geta það. Og til þess þurfum við að vinna til baka traust fólksins í landinu,“ segir Kristrún og því er nokkuð ljóst að hún ætli sér í ríkisstjórn Hún segir nauðsynlegt að Samfylkingin líti í eigin barm fyrir komandi Alþingiskosningar enda hafi flokkurinn tapað fernum kosningum til Alþingis í röð. „Það væru svik við okkur sjálf og svik við jafnaðarstefnuna og fólkið í landinu að halda bara áfram á sömu braut — eins og ekkert sé. Þess vegna segi ég: Nú er kominn tími til að taka það alvarlega að vinna; vinna traust. Sem þýðir að við verðum að ráðast í breytingar — okkur ber beinlínis skylda til þess. Og það er það sem við erum að gera núna,“ segir hún. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í ræðu Kristrúnar en hana má heyra í spilaranum hér að neðan: frameborder='0' allow='autoplay; fullscreen; picture-in-picture' allowfullscreen style='position:absolute;top:0;left:0;width:100%;height:100%;'>
Samfylkingin Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira